Á leit út
Jeeiiiii.......... loksins búin að pakka...... er að fara út á morgun!!! vííííí
Ætla að reyna að skrifa eitthvað hérna á mínu ferðalagi um mitt ferðalag.... stay tuned!
see ya, látið ykkur líða vel án mín....
Linda bara á leiðinni út
föstudagur, október 31, 2003
fimmtudagur, október 30, 2003
Varúð
Ég vildi bara vara ykkur við því þegar ég hef farið til útlanda þá hafa náttúruöflin farið að láta á sér kræla.
Þegar jökulshlaupið stóra í Vatnajökli átti sér stað árið 1996 var ég stödd úti á Spáni, síðan var ég í Danmörku árið 2000 þegar stóri skjálftinn kom á 17. júní og einnig nokkrum dögum síðar. Var í Chicago þegar stóri bruninn á laugarveginum var, það flokkast reyndar ekki undir náttúruöfl í þeirri merkingu.
Þannig að það er alveg spurning hvort Katla muni þá láta á sér kræla meðan ég er úti....... en allavega viðvörunin er komin til skila.
Linda á leið út eftir 2 daga
miðvikudagur, október 29, 2003
Tónleikar
Fór á tónleika með Eivör í gærkveldi. Stelpan kom nokkuð á óvart, hélt að þetta yrði allt svona mellow tónlist einhver eins og maður hefur yfirleitt heyrt frá henni........ en nei nei..... bara fullt af hva getur maður sagt........harðarar efni? Kom skemmtilega á óvart. Frábært lagið hjá henni sem heitir Brostnar borgir en hún samdi það víst 11. september, það fyndna við þetta að kona ein fyrir framan og ein við hliðina á mér héldu fyrir eyrun. Nokkuð víst að sumt eldra fólk hefur ábyggilega ekki verið að fíla allt saman. Það var líka þrælgaman að fylgjast með trommuleikaranum...... það var svo mikið að gera hjá honum og ekki bara á trommunum.
Ég er alveg búin að sjá það að það er betra að gefa en þiggja.... mér var nefnilega boðið á tónleikana í gær og það var þvílíkt erfitt að þiggja það.... gerði það eftir smá fortölur en er samt enn á smá bömmer yfir því. Af hverju þarf maður að vera svona?
Annars gleymi ég aðalmálinu........ mamma á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið mamma, en annars held ég að hún lesi þetta ekki en oh well....
Ótrúlegt hvernig maður getur verið stundum ruglaður..... því þegar ég var að ganga í átt að Lækjartorgi í gær til að taka strætó í gær þá fékk ég þetta þvílíka sjokk í smástund og hugsaði með mér....fokk ég hef gleymt gleraugunum mínum á kaffihúsinu.... panikkaði smá en fljótlega áttaði ég mig á því að helv.... gleraugun væru á sínum stað, eða á nefinu.
Linda á leið út eftir 3 daga
þriðjudagur, október 28, 2003
Fyrsta blogg!
Jamm....... hver hefði getað trúað þessu, ég er búin að blogga í þrjú ár!!! Pælið í því.... að vísu mismunandi mikið aktív en ef þið ýtið hér þá getið þið lesið mitt fyrsta blogg en það var færsla þann 12. október 2000, akkúrat á afmælisdaginn hennar Sólrúnar vinkonu!.
Niðurtalning hafin í ferðina..... og ekkert byrjuð að pakka eða gera aðrar ráðstafanir... nema að huga að laga til og þrífa kannski áður en ég fer.
Mér er ógeðslega kalt núna! Er í vinnu nr 2 og það er vibbalega kalt..... nánast allir að frjósa og hefur verið svona eftir að við fluttum í nýja húsnæðið. bbrrrrrrrrrr
Linda á leið út eftir 4 daga
föstudagur, október 24, 2003
Hvað er að?
Stundum held ég hreinlega að það vanti eitthvað í mig! Ekki það að ég sé kolrugluð og snarvitlaust heldur að því leyti að ég get ekki samsvarað mig við aðra. Sem dæmi þegar við vinkonunar höfum verið að spjalla saman og verið að rifja upp atburði og hvar við stöndum í dag og svo framvegis þá hafa þær flestar ef ekki allar sagt að þegar þær voru litlar þá höfðu þær alltaf hugsað sér að fyrir einhvern ákveðin aldur um 25 þá höfðu þær ætlað sér að vera búin að eignast eitt barn eða tvö, eignast íbúð o.s.frv. Hlægja síða að þessu því þegar maður er lítil þá er náttúrulega 25 ára aldurinn rosalega fullorðinn sem okkur finnst ekki í dag. Ég hef aldrei þessu líkt að segja, ég man ekki eftir að ég hafi ákveðið að fyrir þennan aldur ætlaði ég að vera búin að eignast börn, íbúð, bíl og vera búin að koma mér fyrir í lífinu. Eina sem mig fyrst dreymdi um var að ég ætlaði að vera bóndakona og ekki hafa einhvern karl til að þvælast fyrir og gera öll skemmtilegu verkin þannig að ég þyrfti að hanga inni og gera þetta leiðinlega (húsverkin), ég ætlaði sko að sjá um að mjólka, moka skítinn og það allt. Hins vegar þegar ég komst að því að maður yrði kannski svo bundinn að vera bóndi og kæmist sjaldan í frí þá bakkaði ég frá þessari annars frábæru hugmynd svo ég gæti nú ferðast eitthvað.
Núna þegar fólk á svipuðum aldri og ég í svipuðum sporum og fer að tala um það að já hann Fúsi ætti íbúð, barn og bara allur pakkinn og væru einungis nokkrum árum eldri og þau ættu ekki neitt. Nú á ég svoldið erfitt með að gera mig skiljanlega :-)
En fólkið sem virðist á einhvern hátt öfundast út í þann sem á allan pakkan en hefur ekki gert í því vegna þess að stefnan hefur ekki verið sú í lífinu hjá þeim en samt imprar á því, það á ég svoldið erfitt með að samsvara mig við.
Ég öfundast ekki út í fólkið með allan pakkann því það er ekki mín forgangsröðun í lífinu...... ef ég raunverulega vildi rosalega mikið eignast íbúð sem vissulega væri ljúft (get hætt að flytja) þá myndi ég eflaust reyna að gera eitthvað í því, en guess what það er bara ekki mjög ofarlega.
En allavega upphafspunkturinn í þessu öllu saman er að þar sem ég var ekki búin að gera þessi plön þegar ég var yngri að eignast allt heila klabbið fyrir 25 ára aldurinn er þá eitthvað að mér? Vantar eitthvað í mig sem ætti að vera?
Líka þessi „þjóðsaga“ um það að allar stelpur séu búnar að dreyma um brúðkaupið sitt síðan þær væru litlar og væru með allt á hreinu, já ég vil kalla þetta þjóðsögðu því aldrei hvarflaði að mér brúðkaup og annað þegar ég var yngri, kannski örsök þess að ég er skilnaðarbarn hahaha en ég efast um það, bara ódýr afsökun.
Linda eitthvað skrýtin eða fullkomlega eðlileg
Fyrst með fréttirnar
Já hérna kemur Linda fyrst með fréttirnar, vonandi :-)
Birgir er byrjaður að blogga, ábyggilega eftir hinu miklar umræður á vefnum hans Jens um stafsetningar hefur hann ábyggilega ákveðið að láta slag standa. En þið finnið bloggið hans hér og bráðlega mun ég linka á hann.
Til hamingju Birgir og velkomin í bloggheiminn.
Linda ánægð með nýjan bloggara
fimmtudagur, október 23, 2003
Kvenleg eður ei!
Í afmælinu á laugardagskvöldið þá var þarna einn maður sem spurði mig hvort ég hefði ekki haft æfingarleyfi á bílinn hans pabba..... ég benti á að systir mín hefði verið með æfingarleyfi en ég væri aðeins of gömul í það (var ekki komið þegar ég var að læra á bíl), þá heyrðist í einni konu sem stóð við hliðina já ert þú (ég) þessi kvenlega en Ellen systir væri þessi, svo vissi hún ekki hvernig hún átti að orða þetta pent, "trukkakona". Mér fannst þetta nú frekar fyndið þar sem aldrei hef ég litið á mig sem eitthvað kvenleg týpa eiginlega langt því frá. Þetta ætti að vera öfugt..... að minnsta kosti er systir mín þessi kvenlega týpa en ég er kannski ekki alveg trukkakonan... kannski svona mitt á milli.
Ég man ekki til þess þegar ég var lítil að ég vildi klæða mig í einhverja prinsessukjóla, leika mér með "make up-ið" hennar mömmu eða háu hælunum. Ég fílaði mig best í joggingöllunum og átti ansa marga og marga voða flotta, byrjaði til dæmis ekki að ganga í gallabuxum fyrr en eftir 12 ára aldurinn. Einnig á þessu yngri árum þá átti ég á tímabili bara stráka fyrir vini átti eina vinkonu en ég bara þoldi hana ekki, hún hefur sjálfsagt verið of stelpuleg fyrir mig og var heljarinnar frekja.
Í dag finnst mér ég oftast tengjast betur strákum heldur en stelpum, stundum auðveldara að vera vinur þeirra heldur en stelpna. Sem dæmi þá fannst mér auðveldara að spjalla við vini míns fyrrverandi heldur en kærusturnar þeirra. Það gæti líka átt sér þær skýringar að ég hitti þá oftar heldur en þær, en kannski vantar eitthvað af þessu kvenlega í mig. Reyndar þá finnst mér mjög erfitt að halda upp einhverju svona small chat...... veit aldrei um hvað ég á að tala, hvað á að segja og það allt......hef stundum funidð upp ótal ástæður þess að ég sé svona en þetta er sennilegast ekki umhverfið sem hefur gert mig svona heldur bara ég sjálf.
Linda ekki svo kvenleg
mánudagur, október 20, 2003
Veislan sjálf
Veislan sjálf var mjög skemmtileg og gert grín að pabba hægri vinstir eins og við var að búast, það var ábyggilega um 150 manns á svæðinu. Hljómsveitin var mjög góð en held að hún heiti Tilþrif og skipuð einhverju liði frá strætó. En hér koma nokkrir punktar frá kvöldinu:
Besta setning kvöldsins: Sæll, Ég er númer 3.
Besta dansparið: Pabbi og söngkona hljómsveitarinnar.
Best geymda leyndarmálið: Ég
Drukknasti maðurinn á svæðinu: Ónafngreindur en skyldur mér.
Flottasti kjóllinn: Kjóllinn minn :-)
Sætasta stelpan: Systir mín!
Besta trúnópar mamma og systir mín (hahaha)
Nýjasta parið: Ég og mágur minn!!! (hahahaha)
Aðila sem vantaði: Númer 2
Linda enn að jafna sig eftir fimmtugsafmælið
Afmælisveisla ársins!
Svei mér þá ef bara afmælisveisla ársins var bara ekki haldið núna síðastliðið laugardagskvöld, en þá hélt pabbi upp á fimmtugsafmælið með pompi og prakt.
Nema svona afmælisveisla er greinilega ekki hrist fram úr erminni svona eins og ekkert sé..... heldur er búin að vera einhver undirbúningur á bak við ásamt því að finna sal og annað slíkt.
Talandi um salinn þá var pabbi búin að hóa saman fólki á laugardeginum til þess að gera hann klárann, raða borðum og stólum, setja dúka á borð og raða bjór í kælinn.
Áfallið kom þegar pabbi mætti á staðinn........... því það var ekki hægt að segja að það hefði verið hreint þarna inni þegar við mættum. Þegar upp var komið mætti manni úturfullur dunkur með samlokubréfum, tómum gosflöskum og sígarettustubbum, inni tók ekkert betra við, gólfið hjá barnum þar var aska og bara skítugt gólf, síðan inni í salnum sjálfum þá var líka mjög áberandi skítugt gólf ásamt því að í gluggakistunum var þykkt lag af ryki.
Að sjálfsögðu hringdi pabbi í manninn til að segja honum frá þessu enda ekkert skemmtilegt að bjóða fólki í skítugt hús. Ég meina yfirleitt býður manni ekki hóp af fólki og þrífur ekkert á undan eða hvað!
Maðurinn kom af fjöllum og sagðist skyldi koma (eða svo skildist mér), við vildum heldur ekki fara að byrja að þrífa áður en maðurinn mundi sjá hvernig ástandið væri. Við biðum.......en eftir hálftíma var ákveðið að byrja að þrífa. Enda ómöglegt að hafa allt þetta fólk og ekki gera neitt. Þannig að leitað var að tuskum og öðru dóti sem hægt væri að þrífa með..... og þar tók víst ekkert skárra við því byrja þurfti á að þrífa upp þrifdótið.
Síðan var salurinn skúraður, strokið úr gluggakistum, ryksugað svæðið hjá barnum og niður allan stigann, tínt upp úr dunkinum með ruslinu.
Á salernunum þá var eitt klósett stíflað á kvennasalerninu og þar var reyndar ekki svo slæmt en samt skemmtilegra að þrífa þar inni sem var líka gert.
Þegar þrifunum var loksins lokið þá gátum við hafist handa við að raða borðum og stólum og var því lokið milli hálf fjögur og fjögur (nb við mættum klukkan eitt). En enn var maðurinn sem sá um salinn ekki enn komin og okkur vantaði dúkana sem hann ætlaði að redda svo við gætum sett þá á borðin. Maðurinn kom svo um fjögur leytið..... síðan þegar við fórum nú að útskýra hvernig hafði verið umhorfs þegar við komum á svæðið þá þvertók hann fyrir að það gæti hafa verið eitthvað slæmt. Hann hefði nú verið þarna sjálfur í gærkveldi og ekkert hefði verið skítugt!
Hann var með svo leiðinlegt attitude gagnvart okkur að váá.... hvað ég var reið....... hann var svo dónalegur. Þarna var fólk samankomið sem var að kaupa ákveðna þjónustu við hann og var óánægt og hann er bara fúll á móti og með leiðindi.
Ég var ekkert smá reið og held barasta að ég hafi verið dónalega á móti........ hann nefndi að það væri allt öðruvísi að sjá salinn í björtu heldur en á kvöldin þegar dimmt væri, ég benti þá honum á að hann hefði verið þarna í gærkveldi þannig að þá hefði hann varla séð skítinn eins og við sáum hann í björtu miða við það sem hann sagði. Ég vissi að við hefðum átt að bíða, svo eftir á datt mér í hug að við hefðum átt að taka myndir ef við hefðum getað útvegað stafræna myndavél.
En síðan þegar hann talaði við pabba eftir á þá sagði gaurinn að hann gæti slegið 6.000 krónur af reikningnum (váá) því það hefði hann borgað þeim sem þrifu....... nema svo þar sem það væri ekki leyft að fólk væri eitt í húsinu heldur þyrfti einhver starfsmaður að vera þá mundi hann ekki rukka pabba fyrir það. Nafna mín benti nú honum á hann hafi ætlað að koma klukkan eitt til þess að hleypa þeim inn en ekki hefði hann komið. Þannig að honum var ósköp orðafátt varðandi það.
Svo öðrum víti til varnaðar........ ekki skipta við fóstbræðraheimilið á Langholtsvegi 109 og ef þið gerið það þá örugglega sjáið til þess að það sé hreint og ef það er ekki þá linnið ekki látum fyrr en gaurinn kemur á svæðið til þess að skoða. Nota bene gaurinn sagði að það hefði verið rennirí um 50-70 manns þarna um vikuna frá því að hefði verið þrifið síðast og enginn hefði kvartað., (og það kemur skítur undan 50-70 manns sem ganga þarna um). En ég meina enginn af þeim var að hafa einhverja flotta veislu heldur voru þarna um æfingar að ræða þar sem skiptir kannski ekki svo miklu máli hvernig umhorfs er og enginn kannski sérstaklega mikið að spá í því.
Endilega látið líka aðra vita um þessa sögu því það á ekki að skipta við svona fólk sem getur ekki komið almennilega fram.
Linda pirrraða yfir dónalegu fólki
laugardagur, október 18, 2003
Falleg fyrirheit
Alveg merkilegt hvernig maður getur á kvöldin svona rétt áður en maður sofnar lofað sjálfum sér hinu og þessu. Eins og til dæmis það að á morgun skal maður vera duglegur og byrja að æfa og byrja á hinu og þessu og er svo ánægður með sjálfan sig yfir þessum ákvörðunum. Svo þegar maður vaknar daginn eftir þá eru þessi fögru loforð fokin út í veður og vind.
Í gærkveldi lá við að ég yrði andvaka yfir hugsunum um bloggið..... ekki það að ég væri að lofa mér einhverju heldur hvort ég ætti að hafa áherslubreytingar hér. Hætta að fjalla svona mikið um daglega lífið og hafa eitthvað meira....... en málið á sínum tíma þá bakkaði ég út úr því að hafa mínar hugsanir hér. Bæði vegna þess að ég vildi ekki opna mig of mikið hér í sambandi við mínar hugsanir því þá gæti fólk a) hneykslast á mér, b) fundist þær bjánalega, c) þær séu bjánalegar o.s.frv. En sennilegast stafast þetta allt saman af minnimáttarkennd. Ég sé ekki nógu góð og allt það. Ég á nefnilega oft erfitt að koma einhverju frá mér á málefnalegan hátt og þegar ég hef verið að skrifa hérna inni þá er það oft í einhverjum flýti og ég gef mér ekki mikinn tíma í það. En núna þar sem ég er komin með adsl-ið heim þá gæti ég farið að breyta þessu. En spurningin er sú hvort ég vilji það.
Jú að sjálfsögðu vil ég að bloggið mitt sé gott og skemmtilegt. Reyndar held ég að þeir sem lesi það séu alls ekki ókunnugir heldur vinir og vandamenn. Einhverjir sem þekkja mig. Þannig að við hvað ætti ég að vera hrædd??
En ég hugsa að ég haldi mig bara við það að skrifa um það sem mig langar til..... og verði ekki að binda mig við eitt né neitt..........
Linda með áherslubreytingar??
föstudagur, október 17, 2003
Steggjapartý
Ég er miður mín.
Af hverju? Jú vegna þess að ég var að uppgötva það um daginn að þar sem ég er kvenkyns þá gæti ég að öllum líkindum ekki verið að steggja vini mína. Það er reyndar bara einn góður vinur sem er trúlofaður og ef maður fær einhvern fyrirvara á brúðkaupinu þá má ég sennilegast ekki að vera með í steggjun ef slíkt væri gert og mér finnst það alveg hræðileg. Ég er eiginlega bara miður mín..... ég vil vera með. Sometimes life just sucks
Hann Árni sem er einmitt þessi góði vinur sem mig langar til að steggja :) er með góða færslu á síðunni sinni í dag um álfa.
Hin hugsandi Linda
fimmtudagur, október 16, 2003
Út að borða!
Pabbi var bara flottur á því og bauð okkur börnunum og nöfnu minni út að borða! Takk fyrir mig.
Ég á svoddans snilling fyrir systur því hún tók sig til og bjó til vísu til að setja í kortið til pabba því hann átti nefnilega að leita að gjöfinni sinni frá okkur systrum. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að birta það hér:
Spurningn er nú
hvar er gjöfin.
Leita mátt þú,
þó er það ekki gröfin!
Þetta er til að breyta,
úti líður best.
Nú er það búið að skreyta
elsku pabbi hvað notar þú mest?
Þetta olli pabba svoldlitlum heilabrotum meðan hann var að spá í þessu.....nema svo ákvað hann að fara aðeins í göngutúr að bílnum því virtum vera svoldið jákvæðar í því að það væri bílinn sem hann væri að nota mest.
Það fynda var að hann gekk einn hring um bílinn án þess að fatta neitt. Síðan tók hann eftir að búið var að skipta um númeraplötur. Hann er nú með númerið HALLIP þannig að ef þið takið eftir stórum gulum bíl með þessu númeri þá er pabbi þar á ferð.
Svo í öðrum fréttum þá er ég loksins komin með ADSL-ið jíbbíii, enda sit ég hérna upp í rúmi núna og með engar snúrur í tölvuna og er að blogga. Alveg ógesslega kúl! Eða finnst ykkur það ekki?
Linda adsl kúlisti
Fimmtugur
pabbi kallinn á afmæli í dag og það bara stórafmæli. Til hamingju með afmælið pabbi, er nokkuð viss að þú munt lesa þetta :) , vona að þú njótir dagsins.
hann á afmæli í dag..... hann á afmæli í dag.......
miðvikudagur, október 15, 2003
Styttist
Sem betur fer er ég ekki farin að styttast, enda mætti varla við því. En það styttist í að ég fari út....nærri bara 2 vikur. Skrýtið að þá er ég eiginlega búin að missa móðinn við að skipuleggja ferðina. Nenni ekki lengur að leita að netinu að hinu og þessu og ég á enn eftir að ákveða og skoða betur hvað ég og Sigga gerum þessa daga sem við höfum........ þvílíkt kæruleysi.... enda er það kannski alveg ágætt. Grunar samt að Sigga gæti farið svoldið yfirum ;-), svo á ég líka eftir að ákveða hvað ég ætla að gera á Kúbu.... en ég hugsa þó að það ráðist að mestu þegar ég kem þangað. Ætla ekki alveg að fara að binda mig við eitthvað ákveðið plan ef það skyldi eitthvað skemmtilegt detta í fangið á mér.
Það styttist einnig í að pabbi kallinn verði fimmtugur! En það gerist bara á morgun, takk fyrir!
Linda bara Linda
þriðjudagur, október 14, 2003
Þoli ekki....
Þoli ekki þegar ísskáðpurinn er tómur.............
þoli enn síður að vera alltaf að fleygja úr ísskápnum tveimur vikum eftir að ég keypti eitthvað í hann......
Þoli ekki þegar sjónvarpið slokknar á sér af sjálfu sér..........
þoli ekki kók sjálfsalana.............
og síðan er ég bara alls ekki að þola danska skólahópa..........
Annars finnst mér bara nokkuð gott þegar ég byrjaði í morgun að skrifa um að ég þoldi ekki að verða bensínlaus því ég ætlaði að skrifa meira um það sem ég þoldi ekki en bara mundi ekki neitt............. þannig að ég er kannski bara stálheppin hahahaha!
Linda þolgóða!!
sunnudagur, október 12, 2003
Bílar
Ekki var ég lengi að bíllaus í þetta skipti, rétt svo liðin sólarhringur frá því að ég skilaði bílnum (reyndar skildi hann bara eftir á farfuglaheimilinu) þangað til það var hringt í mig og mér boðin annar bíll í viku. Jamm núna er ég komin á bílinn hans Birgis. Hann hringdi í mig í gær, held reynda að honum hafi bara vantað far niður á flugvöll til að sækja bíl mömmu sinnar og þegar hann komst að því að ég var búin að skila bílnum þá bauð hann mér sinn til afnotar meðan mamma hans er í burtu.
Annars fær ladan hans Birgis mig til að fá minnimáttarkennd. Þá í sambandi við það að ég sé lélegur bílstjóri :( því bílinn á það til að hiksta ansi oft.
Á föstudaginn var hringt hjá mér bjallan og úti fyrir stóð ungur drengur sem sagðist vera nágranni minn og bað um hvort hann gæti fengið klósettrúllu lánaða þar sem foreldrar hans höfðu farið í sumarbústað og engin klósettpappír til. Mér fannst þetta nú frekar fyndið og stráksgreyið frekar vandræðalegur. Að sjálfsögðu lét ég hann fá eina rúllu, var reyndar að pæla í að spurja hann hvort hann þyrfti fleiri en síðan er spurning því í ósköpunum fór hann ekki út í búð að kaupa klósettrúllur? Var kannski einhver vinur hans fastur á klósettinu og vantaði ASAP.
Linda klósettpappírreddari
föstudagur, október 10, 2003
Opinbert!
Ég ætla hér með að gera það opinbert á þessari síðu að ég er á leið til Kúbu! Þótt langflestir vita það eflaust.
Í gær fékk ég bréf frá sendiherra Kúbu í Svíþjóð sem innihélt túrista visað þannig að ég fæ inngöngu í landið. Þetta gekk þvílíkt fljótt fyrir sig.... var búin að undirbúa mig fyrir að bíða í einhverjar vikur en nei, þetta kom innan við viku tilbaka. Sendi bréf til þeirra seinasta föstudag og búin að fá frá þeim svar viku síðar. Þetta eru bara góð vinnubrögð eða er það ekki?
Kettir!
Það eru komnir núna þrír kettir hérna á farfuglaheimilið! Maður hefur ekki við að henda þeim út, í fyrstu var bara alltaf einn köttur að álpast hingað inn og maður sífellt að henda honum út, í fyrradag bættist síðan nýr köttur við og í dag er ég að sjá þriðja köttinn.
Maður gerir bráðum ekki annað en að hlaupa eftir þeim til þess að henda þeim út. Nema svo eru kettirnir svo vinsælir hjá gestunum og þeir sífellt að hleypa þeim inn aftur, halda eflaust að þetta séu kettir farfuglaheimilisins.
Linda kattaútkastari með meiru!
fimmtudagur, október 09, 2003
Að gefast upp!
Ég er að fara að lúta í lægra haldi og hugsa að ég ætti bara að halda mig heima!.
Er búin að vera að leita að netinu að ódýrri og góðri lausn að ferðast frá Kaupmannahöfn til Búdapest og það virðist bara vera engin leið. Það er ógeðslega dýrt að fara með lest fyrir utan tímann sem það tekur og svo finn ég ekkert flug þangað :( , og nú er ég búin að bíta það í mig að fara til Búdapest. Hvað skal gera?
Ætti ég að hætta að hugsa um Búdapest og fara eitthvert annað, á ég að borga fúlgu fjár til þess að komast til Búdapest eða reyna að halda áfram að leita til þess eins að vera svekkt!
Lindu sem langar til Búdapest!
þriðjudagur, október 07, 2003
Kennt um!
Öllu er nú hægt að kenna manni um. Ég hef nú aldrei talið mig með fyndnari manneskjum þó það geti nú kannski eindrum og eins dottið eitthvað skondið upp úr mér. En núna er Árni að kenna mér um það að hann hlægi svo mikið að samstarfsfólkið hans kemur fram til að athuga hvað væri svona fyndið! Ég sem er bara að tala við hann á msninu, kannski var bara eitthvað heimskulegt komment sem ég sagði og hann er að hlægja yfir ruglinu í mér!
Linda ekki svo fyndin!
hmm.....
Forrest Gump!
What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
þá höfum við það
föstudagur, október 03, 2003
Dónaskapur!
Ég á bara ekki til orð yfir dónaskap í sumum, áðan kom maður hingað í vinnuna sem kynnti sig varla. Hann króaði þá sem var í móttökunni af til þess að fara að kynna henni lífeyrissparnað. Hann spurði hana ekki einu sinni hvort hún hefði tíma eða áhuga til þess að kynna sér þetta. Þetta fannst mér bara argasti dónaskapur, koma og trufla starfsfólkið í vinnu og hún hafði litla möguleika til þess að koma sér undan.
Mig langaði svo til þess að fara fram og segja við hann að mér þætti þetta argasti dónaskapur en þar sem ég er svo prúð gerði ég það ekki og sé að sjálfsögðu eftir því. Þar sem stelpan í móttökunni vildi nú ekki skrifa undir á staðnum og vildi kynna sér þetta þá varð hann bara fúll og sagði henni líka að hann gæti sagt henni allt það sem hún vildi vita um þetta. Þegar hún spurði hvort það væru ekki upplýsingar um þetta á netinu eða eitthvað álíka þá sneri hann bara út úr og fór að tala um eitthvað allt annað. Hann spurði einnig hvort stelpan inni (ég) mundi ekki hafa áhuga. Ég sagðist ekki hafa áhuga þá varð hann eiginlega bara fúll á móti og sagði að sjálfsögðu hefur þú áhuga en maðurinn sem kom með honum sagði þá loksins já hún ræður því að sjálfsögðu.
Við vorum báðar mjög pirraðar eftir að hann fór og sú sem er í móttökunni er að hugsa um að hringja til þess að kvarta yfir honum sem mér finnst sjálfsagt að gera.
Það rétta í stöðunni fyrir þennan mann ef hann vill ná starfsfólki í fyrirtækjum er að hringja á undan sér til þess að athuga hvort það sé í lagi að hann komi og reyni að koma á fund þar sem flest allt starfsfólk er á svo hann geti nú kynnt þetta.
Eða er það ekki?
Linda sem er pirruð yfir dónaskap
fimmtudagur, október 02, 2003
Dugnaður
Ég var svo dugleg í dag að áður en ég fór í vinnuna þá afrekaði ég það að þrífa heima hjá mér (ekki veitt af), þreif meira að segja búrið hjá Pabló, fór í sund og synti, dreif mig síðan upp úr því það var orðið svo hvasst. Eftir þetta dreif ég mig til skattstjóra til að borga framkvæmdarsjóð aldraða. Þvílíkt flókið sem þetta hús getur verið. Gat ekki með góðu móti fundið staðinn þar sem ég þurfti að fara til að borga, spurðu því næstum á hverju einustu hæð hvert ég ætti að fara (smá ýkjur).
Annars er ég sennilegast að fara út að borða á þriðjudagskvöldið....... vei vei :-) , lítur bara út fyrir að ég þurfi að dissa símavinnuna þá eina ferðina enn.... ég meina hvort mundið þið velja að fara út að borða á þriðjudaginn eða fara að vinna?
Linda dugnaðarforkur
miðvikudagur, október 01, 2003
Mikið að gera
Búin að vera að standa í ströngu í vinnunni eða þannig........ var að reyna að laga bloggerinn minn þannig að hann pósti gamla pósta. Er ekki alveg búið að takast..... en er kannski allt í áttina. Get eflaust einbeitt mér meira að þessu þegar ég er búin að fá ADSL-ið en það ætti að fara að koma mjög fljótlega.
Linda að dunda sér
Löt!
Nenni eiginlega ekki að vera í vinnunni, langar til þess að gera eitthvað allt annað. Þarf einnig svo mikið að þrífa heima hjá mér og laga til. Ef einhver er tilbúin að bjóða sig fram þá þigg ég það með þökkum.
Það er líka að koma spenningur í mig fyrir ferðina í næsta mánuð, en nú er einungis mánuður þangað til ég fer......... váa. Það er nefnilega alltaf búin að vera svo langt í þetta.
Endilega komið með tillögur um hvaða land/lönd ég og Sigga eigum að heimsækja þegar ég fer til hennar. Við vorum búnar að ákveða að fara til einhverja af eftirtöldum löndum: Austurríki, Ungverjalands, Slóveníu, Slóvakíu, Tékklands........ endilega komið með uppástungur hvert þeirra landa helst eða ef þið hafið aðrar uppástungur. Við höfum einungis nokkra daga frá 5. nóvember til svona 10. nóvember en þá þarf Sigga að fara tilbaka til Danmerkur en ég flýg síðan til London 12. nóvember.
Linda sem er farin að telja niður