BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, október 24, 2003

Hvað er að?

Stundum held ég hreinlega að það vanti eitthvað í mig! Ekki það að ég sé kolrugluð og snarvitlaust heldur að því leyti að ég get ekki samsvarað mig við aðra. Sem dæmi þegar við vinkonunar höfum verið að spjalla saman og verið að rifja upp atburði og hvar við stöndum í dag og svo framvegis þá hafa þær flestar ef ekki allar sagt að þegar þær voru litlar þá höfðu þær alltaf hugsað sér að fyrir einhvern ákveðin aldur um 25 þá höfðu þær ætlað sér að vera búin að eignast eitt barn eða tvö, eignast íbúð o.s.frv. Hlægja síða að þessu því þegar maður er lítil þá er náttúrulega 25 ára aldurinn rosalega fullorðinn sem okkur finnst ekki í dag. Ég hef aldrei þessu líkt að segja, ég man ekki eftir að ég hafi ákveðið að fyrir þennan aldur ætlaði ég að vera búin að eignast börn, íbúð, bíl og vera búin að koma mér fyrir í lífinu. Eina sem mig fyrst dreymdi um var að ég ætlaði að vera bóndakona og ekki hafa einhvern karl til að þvælast fyrir og gera öll skemmtilegu verkin þannig að ég þyrfti að hanga inni og gera þetta leiðinlega (húsverkin), ég ætlaði sko að sjá um að mjólka, moka skítinn og það allt. Hins vegar þegar ég komst að því að maður yrði kannski svo bundinn að vera bóndi og kæmist sjaldan í frí þá bakkaði ég frá þessari annars frábæru hugmynd svo ég gæti nú ferðast eitthvað.

Núna þegar fólk á svipuðum aldri og ég í svipuðum sporum og fer að tala um það að já hann Fúsi ætti íbúð, barn og bara allur pakkinn og væru einungis nokkrum árum eldri og þau ættu ekki neitt. Nú á ég svoldið erfitt með að gera mig skiljanlega :-)
En fólkið sem virðist á einhvern hátt öfundast út í þann sem á allan pakkan en hefur ekki gert í því vegna þess að stefnan hefur ekki verið sú í lífinu hjá þeim en samt imprar á því, það á ég svoldið erfitt með að samsvara mig við.

Ég öfundast ekki út í fólkið með allan pakkann því það er ekki mín forgangsröðun í lífinu...... ef ég raunverulega vildi rosalega mikið eignast íbúð sem vissulega væri ljúft (get hætt að flytja) þá myndi ég eflaust reyna að gera eitthvað í því, en guess what það er bara ekki mjög ofarlega.

En allavega upphafspunkturinn í þessu öllu saman er að þar sem ég var ekki búin að gera þessi plön þegar ég var yngri að eignast allt heila klabbið fyrir 25 ára aldurinn er þá eitthvað að mér? Vantar eitthvað í mig sem ætti að vera?

Líka þessi „þjóðsaga“ um það að allar stelpur séu búnar að dreyma um brúðkaupið sitt síðan þær væru litlar og væru með allt á hreinu, já ég vil kalla þetta þjóðsögðu því aldrei hvarflaði að mér brúðkaup og annað þegar ég var yngri, kannski örsök þess að ég er skilnaðarbarn hahaha en ég efast um það, bara ódýr afsökun.

Linda eitthvað skrýtin eða fullkomlega eðlileg

0 Mjálm: