Afmælisveisla ársins!
Svei mér þá ef bara afmælisveisla ársins var bara ekki haldið núna síðastliðið laugardagskvöld, en þá hélt pabbi upp á fimmtugsafmælið með pompi og prakt.
Nema svona afmælisveisla er greinilega ekki hrist fram úr erminni svona eins og ekkert sé..... heldur er búin að vera einhver undirbúningur á bak við ásamt því að finna sal og annað slíkt.
Talandi um salinn þá var pabbi búin að hóa saman fólki á laugardeginum til þess að gera hann klárann, raða borðum og stólum, setja dúka á borð og raða bjór í kælinn.
Áfallið kom þegar pabbi mætti á staðinn........... því það var ekki hægt að segja að það hefði verið hreint þarna inni þegar við mættum. Þegar upp var komið mætti manni úturfullur dunkur með samlokubréfum, tómum gosflöskum og sígarettustubbum, inni tók ekkert betra við, gólfið hjá barnum þar var aska og bara skítugt gólf, síðan inni í salnum sjálfum þá var líka mjög áberandi skítugt gólf ásamt því að í gluggakistunum var þykkt lag af ryki.
Að sjálfsögðu hringdi pabbi í manninn til að segja honum frá þessu enda ekkert skemmtilegt að bjóða fólki í skítugt hús. Ég meina yfirleitt býður manni ekki hóp af fólki og þrífur ekkert á undan eða hvað!
Maðurinn kom af fjöllum og sagðist skyldi koma (eða svo skildist mér), við vildum heldur ekki fara að byrja að þrífa áður en maðurinn mundi sjá hvernig ástandið væri. Við biðum.......en eftir hálftíma var ákveðið að byrja að þrífa. Enda ómöglegt að hafa allt þetta fólk og ekki gera neitt. Þannig að leitað var að tuskum og öðru dóti sem hægt væri að þrífa með..... og þar tók víst ekkert skárra við því byrja þurfti á að þrífa upp þrifdótið.
Síðan var salurinn skúraður, strokið úr gluggakistum, ryksugað svæðið hjá barnum og niður allan stigann, tínt upp úr dunkinum með ruslinu.
Á salernunum þá var eitt klósett stíflað á kvennasalerninu og þar var reyndar ekki svo slæmt en samt skemmtilegra að þrífa þar inni sem var líka gert.
Þegar þrifunum var loksins lokið þá gátum við hafist handa við að raða borðum og stólum og var því lokið milli hálf fjögur og fjögur (nb við mættum klukkan eitt). En enn var maðurinn sem sá um salinn ekki enn komin og okkur vantaði dúkana sem hann ætlaði að redda svo við gætum sett þá á borðin. Maðurinn kom svo um fjögur leytið..... síðan þegar við fórum nú að útskýra hvernig hafði verið umhorfs þegar við komum á svæðið þá þvertók hann fyrir að það gæti hafa verið eitthvað slæmt. Hann hefði nú verið þarna sjálfur í gærkveldi og ekkert hefði verið skítugt!
Hann var með svo leiðinlegt attitude gagnvart okkur að váá.... hvað ég var reið....... hann var svo dónalegur. Þarna var fólk samankomið sem var að kaupa ákveðna þjónustu við hann og var óánægt og hann er bara fúll á móti og með leiðindi.
Ég var ekkert smá reið og held barasta að ég hafi verið dónalega á móti........ hann nefndi að það væri allt öðruvísi að sjá salinn í björtu heldur en á kvöldin þegar dimmt væri, ég benti þá honum á að hann hefði verið þarna í gærkveldi þannig að þá hefði hann varla séð skítinn eins og við sáum hann í björtu miða við það sem hann sagði. Ég vissi að við hefðum átt að bíða, svo eftir á datt mér í hug að við hefðum átt að taka myndir ef við hefðum getað útvegað stafræna myndavél.
En síðan þegar hann talaði við pabba eftir á þá sagði gaurinn að hann gæti slegið 6.000 krónur af reikningnum (váá) því það hefði hann borgað þeim sem þrifu....... nema svo þar sem það væri ekki leyft að fólk væri eitt í húsinu heldur þyrfti einhver starfsmaður að vera þá mundi hann ekki rukka pabba fyrir það. Nafna mín benti nú honum á hann hafi ætlað að koma klukkan eitt til þess að hleypa þeim inn en ekki hefði hann komið. Þannig að honum var ósköp orðafátt varðandi það.
Svo öðrum víti til varnaðar........ ekki skipta við fóstbræðraheimilið á Langholtsvegi 109 og ef þið gerið það þá örugglega sjáið til þess að það sé hreint og ef það er ekki þá linnið ekki látum fyrr en gaurinn kemur á svæðið til þess að skoða. Nota bene gaurinn sagði að það hefði verið rennirí um 50-70 manns þarna um vikuna frá því að hefði verið þrifið síðast og enginn hefði kvartað., (og það kemur skítur undan 50-70 manns sem ganga þarna um). En ég meina enginn af þeim var að hafa einhverja flotta veislu heldur voru þarna um æfingar að ræða þar sem skiptir kannski ekki svo miklu máli hvernig umhorfs er og enginn kannski sérstaklega mikið að spá í því.
Endilega látið líka aðra vita um þessa sögu því það á ekki að skipta við svona fólk sem getur ekki komið almennilega fram.
Linda pirrraða yfir dónalegu fólki
mánudagur, október 20, 2003
Birt af Linda Björk kl. 20:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli