Opinbert!
Ég ætla hér með að gera það opinbert á þessari síðu að ég er á leið til Kúbu! Þótt langflestir vita það eflaust.
Í gær fékk ég bréf frá sendiherra Kúbu í Svíþjóð sem innihélt túrista visað þannig að ég fæ inngöngu í landið. Þetta gekk þvílíkt fljótt fyrir sig.... var búin að undirbúa mig fyrir að bíða í einhverjar vikur en nei, þetta kom innan við viku tilbaka. Sendi bréf til þeirra seinasta föstudag og búin að fá frá þeim svar viku síðar. Þetta eru bara góð vinnubrögð eða er það ekki?
Kettir!
Það eru komnir núna þrír kettir hérna á farfuglaheimilið! Maður hefur ekki við að henda þeim út, í fyrstu var bara alltaf einn köttur að álpast hingað inn og maður sífellt að henda honum út, í fyrradag bættist síðan nýr köttur við og í dag er ég að sjá þriðja köttinn.
Maður gerir bráðum ekki annað en að hlaupa eftir þeim til þess að henda þeim út. Nema svo eru kettirnir svo vinsælir hjá gestunum og þeir sífellt að hleypa þeim inn aftur, halda eflaust að þetta séu kettir farfuglaheimilisins.
Linda kattaútkastari með meiru!
föstudagur, október 10, 2003
Birt af Linda Björk kl. 11:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli