BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, október 16, 2003

Út að borða!

Pabbi var bara flottur á því og bauð okkur börnunum og nöfnu minni út að borða! Takk fyrir mig.

Ég á svoddans snilling fyrir systur því hún tók sig til og bjó til vísu til að setja í kortið til pabba því hann átti nefnilega að leita að gjöfinni sinni frá okkur systrum. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að birta það hér:

Spurningn er nú
hvar er gjöfin.
Leita mátt þú,
þó er það ekki gröfin!

Þetta er til að breyta,
úti líður best.
Nú er það búið að skreyta
elsku pabbi hvað notar þú mest?


Þetta olli pabba svoldlitlum heilabrotum meðan hann var að spá í þessu.....nema svo ákvað hann að fara aðeins í göngutúr að bílnum því virtum vera svoldið jákvæðar í því að það væri bílinn sem hann væri að nota mest.
Það fynda var að hann gekk einn hring um bílinn án þess að fatta neitt. Síðan tók hann eftir að búið var að skipta um númeraplötur. Hann er nú með númerið HALLIP þannig að ef þið takið eftir stórum gulum bíl með þessu númeri þá er pabbi þar á ferð.

Svo í öðrum fréttum þá er ég loksins komin með ADSL-ið jíbbíii, enda sit ég hérna upp í rúmi núna og með engar snúrur í tölvuna og er að blogga. Alveg ógesslega kúl! Eða finnst ykkur það ekki?

Linda adsl kúlisti

0 Mjálm: