Skrýtið
Ég hef verið að pæla í bloggunum mínum undanfarið og það sem ég skrifa hérna á netið. Það er eins og mér finnst auðveldara að skrifa um og segja hvað ég hafi verið að gera dagsdaglega heldur en að skrifa skoðanir mínar (þegar ég hef þær ;-) hérna inn. Ég veit að margir vinir mínir lesa síðuna og hugsa að það séu aðallega þeir sem ég þekki sem les þær en það er alltaf sá möguleiki að það séu einhverjir sem lenda hérna inni sem ég þekki hvorki haus né sporð á. Með því þá að skrifa skoðanir mínir á málum þá er eins og ég gefi meiri höggstað á mér sem ég hef ekki verið tilbúin til þess að gera og því var ég í miklum vafa hvort ég ætti að skrifa um virkjunina eða ekki og mínar skoðanir á þeim málum. Mér finnst eins og ég upplýsi meira um mína persónu með því að segja skoðanir mínar heldur en frá daglegu lífi mínu, kannski hef ég rangt fyrir mér veit ekki.
hvað heldur þú?
sunnudagur, janúar 19, 2003
Birt af Linda Björk kl. 17:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli