BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, janúar 02, 2003

Hefðir

Eins og ég hef einhvern tíman skrifað hér áður þá er ég hrifin af hefðum og hef mjög gaman af því. Þegar ég hugsa til gamlárskvöld og ef maður hugsar smá út í það þá finnst mér nokkuð merkilegt að flest allir landsmenn sitji yfir sjónvarpinu þetta seinasta kvöld ársins. Eins og það sé ekki nóg glápt á sjónvarpið. En ætli það sé samt ekki við hæfi á seinasta kvöldi ársins að líta yfir farin veg og hvað hafi gerst á árinu en þá einmit kemur sjónvarpið til hjálpar. Þar eru rifjaðir upp atburðir líðandi árs svo ég tali nú ekki um skaupið sem gerir grín að þessu öllu saman. Það fer kannski minna fyrir persónulegum atburðum í lífi hvers og eins, það gerir það eflaust allir upp við sjálfan sig og eru ekki að bera það á borð fyrir aðra.

Ég ætla lítið sem ekkert að segja um Ingibjörgu Sólrúnu enda er ég ekki mikið politísk manneskja en ég er hins vegar nokkuð sammála honum Sivar en hann skrifaði stutta færslu um þetta.

Svo að lokum vildi ég óska öllum gleðilegt nýtt ár og megi nýja árið verða heilladrjúgt.

Gleðilegt nýtt ár

0 Mjálm: