Hneyksluð
Ég les reglulega bloggið Siggabeib sem mér þykir mjög skemmtilegt að lesa (annars væri ég væntanlega ekki að lesa það) nema hún var að segja frá atviki sem henti hana hjá skósmiði og ég á bara ekki til orð yfir viðskiptaháttunum hjá honum. Hvet alla til þess að lesa þetta hjá henni en það nefnist Pælingar 1. Í stuttu máli þá var hún að fara með skó til skósmiðs og var ekki ánægð með þjónustuna. Þegar hún kom til skósmiðsins aftur til að sækja skóna þá bað hún um afslátt vegna þess að þetta hafði dregist á langinn hjá þeim. En nei skósmiðurinn hendir í henni útprentun um það sem hún hafði skrifað á netið og neitar henni um afslátt. Þetta er það versta sem hann gat gert. Samkvæmt því sem ég hef lært um markaðsfræði og annað álíka að þegar viðskiptavinur er óánægður þá segir hann mun fleirum frá því heldur en ef hann er ánægður. Það hefði verið best fyrir skósmiðinn að vera almennilegur og gefa afslátt, þá hefði hann að öllum líkindum haldið í viðskiptavin sem hefði síðan sagt fleirum frá góða viðmótinu sem hún fengi. En með þessu sem hann gerði þá tapaði hann þrátt fyirr að hafa getað fengið einhverja útrás með því að vera leiðinlegur, en það máttu bara ekki gera í viðskiptum því þá tapar þú.
dugar í bili
föstudagur, janúar 10, 2003
Birt af Linda Björk kl. 14:37
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli