Af hverju?
Ég hefði haldið að eftir því sem maður eldist og „þroskast“ þá ætti maður að læra af mistökum sínum og gerir ekki sömu mistök aftur. Nei það gerir hún ég ekki, ekki það að þetta séu einhver rosaleg mistök þetta er bara tóm vitleysa í mér. Í mörg ár og ég veit það með nokkurri vissu að aðrir gera þetta líka, á kvöldin þegar ég er komin upp í rúm þá hef ég lofað sjálfri mér því að taka mig á í hinu og þessu. Til dæmis að verða duglegri við að læra, vera duglegri við að fara í ræktina eða bara yfir höfuð að fara þangað sem sagt taka mig á en svo á morgni hins nýja dags þar sem allt á að vera breytt þá fellur allt í sama gamla farið. Ég þarf því engin nýjarsheit til þess að brjóta því ég brýt mín heit á hverjum morgni. Mætti segja að það sé lán í óláni að ég sé að brjóta gegn mér en ekki einhverjum öðrum.
Batnandi manni er best að lifa...... eða hvað!
laugardagur, janúar 18, 2003
Birt af Linda Björk kl. 15:39
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli