Afleiðingar
Ég verð víst að taka afleiðingum gjörða minna í gær, en ég er komin með þessa rosalegu strengi í neðri hluta líkamans. Rassinn er sérstaklega slæmur og býst ég við að þetta fari versnandi. Strax farin að vorkenna mér að þurfa að ganga í vinnuna, þarf ábyggilega að leggja af stað fyrr en vanalega. Röddin er þó komin í lag og ætti ég að geta talað við fólk án þess að hósta lungu og lifur í eyrað á þeim. í gær fór ég samt að spá aðeins í hvað sumir eru rosalega óheppnir með raddir, ég get nefnilega orðið mjög hrifin af röddum, sérstaklega karlmannsröddum. Það kom fyrir í gömlu vinnunni minni að maður talaði við einhvern sem var með þessa rosalegu fallegu rödd að manni langaði bara alls ekki til þess að hætta að tala við hann. En ástæða þess að ég er að blaðra um þetta núna er að ég skipti yfir á skjá einn þegar bráðavaktin var búin í gær og þar var kona sem var alveg einstaklega óheppin með rödd og þótti mér það heldur leitt því lítið er hægt að gera viði því.
Á morgun er ég að fara í sumarbústað og þykir mér það mjög góð tilhugsun að fara út úr bænum og vera í góðum félagsskap um helgina :-)
over and out
fimmtudagur, janúar 23, 2003
Birt af Linda Björk kl. 13:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli