Íslensk veðrátta!
Týpísk íslensk veðrátta núna úti að mínu mati. Rigning og rok. Ekki uppáhaldið mitt! Þoli það ekki.
Annars vaknaði ég hálf sjö í morgun til þess að fara að telja bíla. Var í 4 klukkustundir rétt hjá Háskólanum að telja bíla. Gaman hjá mér svona í morgunsárið og hvað gerir maður ekki til þess að vinna sér inn pening!
Verst að dugnaðurinn hélt ekki áfram eftir að ég kom heim því ég lagði mig, en þetta var sennilegast ágætis æfing að sitja i 4 tíma á rassinum án þess að standa upp áður en ég fer út. En það er bara vika þangað til ég fer. jíbbíiii
vika í Chicago
miðvikudagur, október 02, 2002
Birt af Linda Björk kl. 15:33
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli