BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, október 24, 2002

Leti!

Held það sé krónisk leti eða bara dapurleiki sem er að hrjá mig þessa dagana. Það var mjög gaman að vera úti í Chicago, Tinna og Óli tóku líka einstaklega vel á móti okkur, takk fyrir það :) Ég held ég sé líka pinku döpur yfir því að vera komin heim í hversdagsleikan og halda áfram þar sem frá var horfið. Að fara út var mjög gott og smá tilbreyting í lífið. Svona núna kem ég heim er mikið ein eftir að hafa verið í góðum félagsskap úti og það er ekki svo gaman. Annars gat ég eytt alveg ágætis pening úti og eyddi að mestu í sjálfan mig. Sem er bara ágætt, gat líka keypt eiginlega allar jólagjafirnar úti sem er mjög gott þannig að þetta leiðinda stress fyrir jólin mun ekki vera að hrjá mig. Enda er ég líka búin í prófum 18 des og þá er bara að finna sér vinnu. Einhvern veginn held ég að desember sé ekki góður tími til þess að leita sér að vinnu en um að gera að vera bjartsýn ekki satt!
Ég er líka búin að komast að því að manneskja sem á að vera með nammidaga á laugardögum að það er ekki sniðugt að eiga nammi uppi í skáp, það er bara alls ekki sniðugt.

Það lítur út fyrir að minnsta kosti Óli lesi síðuna mína og vil ég því þrýsta hér með á hann og þau skötuhjú að byrja að blogga, hann var búin að segjast ætla að koma sér upp síðu í kveðjupartýinu sínu í sumar og hér með skora ég á hann að byrja að blogga og láta mig vita um síðuna svo ég get nú fylgst með hvað þau eru að bardúsa.

Óli og Tinna sýndu okkur lika háskólasvæðið og er ekki laust við að mig langi pínku út að læra, veit reyndar ekki alveg hvert en býst samt ekki við að það verði alveg strax. Leist vel á háskólaumhverfið þarna úti.

Dugar í bili

0 Mjálm: