Saumaklúbbur
Í gærkvöldi var saumaklúbbur í vinahópnum, jafnvel þótt mér er stór illa við þetta orð og finnst það úrelt fyrirbæri að vissu leyti þá er þetta stórkostlegt að hafa fyrirbæri eins og saumaklúbbur er. Það er frábært að hitta vinkonur sínar í góðu tómi og rabba saman, geta talað um allt milli himins og jarðar. Manni líður í flestum tilfellum svo vel eftir á og er ánægður. Stelpur þið eruð æði!
Þá er það komið á hreint!
Var áðan í umræðutíma í þróunarlöndum sem var mjög áhugaverður en við vorum að fjalla um ákveðna bók þar sem er gagnrýnt hugtakið þróun og hvernig það hefur verið í gegnum tíðina. Ég á reyndar eftir að skrifa smá greinagerð um þessa bók og aldrei að vita nema ég muni segja eitthvað meira frá því.
5 dagar í Chicago
föstudagur, október 04, 2002
Birt af Linda Björk kl. 13:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli