Fimmtudagsblogg
Saumaklúbbur i kvöld sem þýðir það að ég fer ekki að vinna :) jíbbíii
Reyndar er heilmikið sem mig langar til þess að gera í kvöld t.d. er einhver fundur um Fólk, fjöll og þjóðgarða í Kópavoginum. Hjörleifur Guttormsson verður meðal annara þarna og fjallar um þjóðgarða í Afríku, Ómar Ragnarsson um þjóðgarða í Bandaríkjunum. Damn mig langar svo.............. Einnig er einhver visa forsýning í kvöld tveir fyrir einn á myndina Insomnia í kvöld sem mig langar líka á.
En það verður saumaklúbburinn sem verður ofan á, hef líka afsökun fyrir því að borða einhver góðgæti sem annars væri bara á laugardögum ;) en mikið rosalega langaði mig í nammi í gær, en ég fékk mér ekki og heldur ekki gos. Þvílíkur dugnaður.
Landfræðingar!
Ég hef verið að spá því nú hef ég rekist á 3 kennara í landafræðinni sem hafa verið á hjóli sem að sjálfsögðu er hollt og gott ásamt því að vera umhverfisvænt. Ég er stundum á hjóli og hjóla til dæmis alltaf í vinnuna ætli það geri mig þá að góðum landfræðingi!
6 dagar í Chicago
fimmtudagur, október 03, 2002
Birt af Linda Björk kl. 12:13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli