Vinna
Er núna í vinnunni, merkilegt að yfirleitt þá svo nenni ég svo ekki í vinnuna þá er þetta allt í lagi þegar ég er loksins komin! Var líka einstaklega heppin að Birgir keyrði mig í vinnuna í kvöld þannig að ég slapp við að ganga hingað þarf því bara að ganga heim. Það er líka skárra því þá er ég að fara heim en ekki í vinnu ;-) Takk Birgir fyrir farið.
Annars var hann að fá annað ljósmyndaraverkefni en hann er að fara að taka tískuljósmyndir fyrir tímaritið Mood!
Hvað hef ég meira að segja, var lengi í odda í tölvunni á samt enn eftir að koma einhverju niður á blað! Skrýtið verkefni! Ætla samt fyrst að horfa á sex in the city þegar ég kem heim.
Ég er búin að vera í vandræðum með nammidagana eftir að ég kom heim frá Chicago, því það virðist vera að allir dagar séu nammidagar, ekki gott. Verð að fara að taka mig á í þessum málum. Þegar ég gekk heim í gær úr vinnunni kom ég við í 10-11 og missti pínku stjórn á mér við innkaupin. Ekkert alvarlega en var samt að kaupa smá óþarfa eins og jarðaber, keypti kók og doritos flögur.
að missa stjórn...
fimmtudagur, október 31, 2002
Æði
Mundi eftir einu, það eru sumir farnir að nota comment kerfið og skrifa komment vildi bara segja að mér finnst það æði, það gerir mig mjög hamingjusama og hver segir að það sé erfitt að gera mig hamingjusama þegar þarf svona litla hluti :-) endilega skrifið komment og í gestabókina því þá verð ég svo ánægð.
Ánægð
??
Jæja, er í tölvuverinu hérna í odda og á að fara að gera verkefni, skoða netnotkun í þróunarlandi. Er ekki alveg að nenna að gera það og því búin að hanga smá í tölvunni. Er orðin svöng en ætla ekki að gefast upp. Fer héðan ekki fyrr en ég hef lokið verkefninu.
Við erum komin í nýtt/gamalt verkefni í vinnunni aftur, verkefni sem við vorum áður í og það er svo mikið betra og það eru fleiri sem segja já :-) og það er svo gott!
Það lítur út fyrir að þetta blogg verði bara bull því einhverra hluta vegna dettur mér ekkert í hug að segja þó svo að ég vissi heilmikið hvað ég átti að skrifa í gær.
svöng!
miðvikudagur, október 30, 2002
Snillingur!
Ég er snillingur, í gær tókst mér að stimpla pin númerið mitt í gsm símanum þrisvar sinnum rangt inn :( og þurfti því á puk númerinu að halda. Ég er bráðum búin að hafa gsm síma í 5 ár og þetta hefur aldrei gerst áður. Ég lokaðist allt í einu með pin númerið mitt og núna man ég það ekki lengur. Komin líka með nýtt pin númer. Mér finnst 5 ár langur tími og fyndið að hugsa til þess að ég ætlaði sko aldrei að fá mér gsm síma, þeir væru algerlega óþarfi (svo sem ekkert nauðsynlegir), ég ætti því að vera búin að læra núna að tala varlega og aldrei að segja aldrei því yfirleitt kemur það í hausinn á manni aftur.
Ég keypti mér Sigur rósar diskinn í gær og er hann bara nokkuð góður, alveg hægt að hlusta á hann!
Núna er ég líka búin að eignast mína fyrstu regnhlíf, fór áðan í bankann til að sækja nýja debetkortið mitt og visa kortið sem bæði eru barasta nokkuð flott. En þegar ég náði í vísa kortið mitt þá sagði þjónustufulltrúinn að regnhlíf fylgdi með þegar fólk endurnýjaði kortið. Ég er svo sem ekkert ósátt þó ég hafi kannski lítið með regnhlíf að gera. En eins og ég sagði aldrei að segja aldrei.
Mæli með Sigur Rós
þriðjudagur, október 29, 2002
Afmæli!
Mamma á afmæli í dag og vil ég nota tækifærið og óska henni innilega til hamingju með afmælið. Njóttu dagsins.
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag.....
mánudagur, október 28, 2002
Löt!
Búin að vera löt sem er ekki nógu gott! Fer ekki í vinnuna sem er alveg ágætt, reyndar þó ekki vegna leti. Heldur erum við orðin svo mörg þarna að það er ekki pláss fyrir mig í kvöld og ég er barasta hálf fegin. Fer reyndar heldur ekki á morgun en það er önnur ástæða fyrir því. Mamma á afmæli á morgun og að mér skilst ætlar hún að bjóða okkur eitthvert út að borða og að sjálfsögðu læt ég það ekki framhjá mér fara ;-) Þannig að ég fer ekkert að vinna fyrr en á miðvikudaginn. Ætti líka að fara að labba niður í bæ til að kaupa nýja diskinn með Sigur rós en nenni því heldur ekki enda líka kalt. Langar mest að fara heim og hreiðra um mig í rúminu svona í tilefni af því að ég fer ekki í vinnuna en ætla ekki að gera það. Fara heim og læra er stefnan.
Mennt er máttur!
fimmtudagur, október 24, 2002
Niðurdrepandi!
Er í vinnunni núna og það er frekar fúlt, gengur ekkert hjá mér. Fólkið sem ég hringi í svara annaðhvort ekki eða segir nei. Er bara ekkert að fíla þetta. Einnig er ég orðin alveg þvílíkt svöng þar sem ég tók ekkert nesti með mér í vinnuna. Sem betur fer er þetta seinasta kvöldið í þessu verkefni og við förum síðan í annað skárra verkefni í næstu viku.
svöng
Leti!
Held það sé krónisk leti eða bara dapurleiki sem er að hrjá mig þessa dagana. Það var mjög gaman að vera úti í Chicago, Tinna og Óli tóku líka einstaklega vel á móti okkur, takk fyrir það :) Ég held ég sé líka pinku döpur yfir því að vera komin heim í hversdagsleikan og halda áfram þar sem frá var horfið. Að fara út var mjög gott og smá tilbreyting í lífið. Svona núna kem ég heim er mikið ein eftir að hafa verið í góðum félagsskap úti og það er ekki svo gaman. Annars gat ég eytt alveg ágætis pening úti og eyddi að mestu í sjálfan mig. Sem er bara ágætt, gat líka keypt eiginlega allar jólagjafirnar úti sem er mjög gott þannig að þetta leiðinda stress fyrir jólin mun ekki vera að hrjá mig. Enda er ég líka búin í prófum 18 des og þá er bara að finna sér vinnu. Einhvern veginn held ég að desember sé ekki góður tími til þess að leita sér að vinnu en um að gera að vera bjartsýn ekki satt!
Ég er líka búin að komast að því að manneskja sem á að vera með nammidaga á laugardögum að það er ekki sniðugt að eiga nammi uppi í skáp, það er bara alls ekki sniðugt.
Það lítur út fyrir að minnsta kosti Óli lesi síðuna mína og vil ég því þrýsta hér með á hann og þau skötuhjú að byrja að blogga, hann var búin að segjast ætla að koma sér upp síðu í kveðjupartýinu sínu í sumar og hér með skora ég á hann að byrja að blogga og láta mig vita um síðuna svo ég get nú fylgst með hvað þau eru að bardúsa.
Óli og Tinna sýndu okkur lika háskólasvæðið og er ekki laust við að mig langi pínku út að læra, veit reyndar ekki alveg hvert en býst samt ekki við að það verði alveg strax. Leist vel á háskólaumhverfið þarna úti.
Dugar í bili
miðvikudagur, október 23, 2002
miðvikudagur, október 16, 2002
Enn a lifi
Eg er enn a lifi her i Chicago og buin ad skemmta mer alveg fullt og vist lika buin ad eyda einhverjum peningum!
Eg er nuna i einu af bokasafni University of Chicago med dagpassa, vildi endilega komast i tolvu til ad geta sent pabba baedi sms og tolvupost til thess ad oska honum til hamingju med afmaelid thar sem hann a vist afmaeli i dag.
Til hamingju med afmaelid pabbi!
Oli er farin til Baltimore a radstefnu thannig ad Tinna situr uppi ein med okkur thessa dagana. A laugardagskvoldid forum vid i John Hancock bygginguna sem er um 100 haedir og satum thar og nutum utsynisins asamt thvi ad drekka einhverja drykki. Thad var rosalegt.
Einnig er eg buin ad fara i thyskan kafbat sidan ur seinni heimsstyrjoldinni og thad var ansi gaman. Einnig er eg buin ad sja Red Dragon sem var alveg agaet og svo i gaer forum vid i staersta bioid i Chicago sem var agaetlega stort en med litlum solum og forum a alveg hraedilega mynd. Va hvad hun var leleg, myndin var Ballistic med Antoni Banderast og Lucy Liu. Hugsa ad hun komi ekki i bioin heima enda med fadaemum leleg.
see ya soon
laugardagur, október 12, 2002
Chicago
Eg er í Chicago jíbbí. Ferðin gekk vel hérna út fyrir utan það að við fengum ekki töskurnar með okkur heim en þeim var skilað til okkar daginn eftir um hádegi. Núna er ég bara að hangsa í tölvunni hjá Óla og Tinnu meðan þau eru að elda. Búið að vera mjög fínt. Reyndar fann ég fyrir mikli þreyttu í gær og er það mjög líklega vegna tímamismunarins. Held samt að við séum aðeins að koma til. Það er búið að vera mjög fínt veður. Í gær var mjög heitt og gátum við gengið um á stuttermabolnum og reyndar í dag líka.
Alveg búin að sjá að þetta er mikil lærdómsferð fyrir mig! Á leiðinni í flugvélinni þegar ég horfði niður og sá landið var ég alltaf að spá í sambandi við loftmyndatúlkun hvernig landið er notað og gróðurinn niðri og þéttbýlismyndun og þess háttar. Alltaf að spá í þetta. Búin að vera í bókabúðum í dag og var ég þá að skoða bækur sem gætu nýst mér í náminu og svona.
Hleyp hratt yfir sögu enda ekki hérna í Bandaríkjunum til þess að hanga á netinu hehehe
over and out
þriðjudagur, október 08, 2002
Alias
Horfði á þennan þátt í gærkvöldi og er ferlega svekkt. Það var ekki sýnt það sem var í töskunni og ég mun ekki sjá næsta þátt þar sem ég verð í Bandaríkjunum, spurning hvort maður ætti að sleppa ferðinni! hmmm............ NOT
Ég held ég viti hvernig ég get komið mér í mjúkinn hjá hópnum mínum í loftmyndatúlkun eftir að ég kem heim, kaupi bara fullt af nammi og býð þeim upp á þegar við erum að vinna verkefnið. Haldið þið þá ekki að ég verði vinsælust!
Ég held að aðal ástæðan fyrir því að ég hef verið svona dugleg að skrifa undanfarið er til þess að geta talið niður í Chicago :) en svo náttúrulega veit ég ekki hvort ég mun geta skrifað eitthvað úti, kemur bara í ljós. Gæti samt alveg trúað því að Jens og Óli reyni að spila einhvern tölvuleik og þá kemst ég ef til vill í tölvu. En þetta kemur allt saman í ljós.
1 dagur i Chicago
mánudagur, október 07, 2002
Nammi!
Mig langar geðveikt í nammi núna og sjálfstjórnin er með minnsta móti, hef reyndar ekki fengið mér ennþá en mig langar............ tengist örugglega þessu mánaðarlega!
Ég þarf að biðja Guðmundu afsökunar því að sjálfsögðu er hún ekki enginn en hún var sú eina sem skrifaði mér í sambandi við vini :) Ég er komin með smá hnút í magann yfir því að vera að fara út vegna skólans. Það er allt að verða brjálað þar núna það er að segja brjálað að gera og ég slæ bara öllu upp í kæruleysi og fer. Næsta mánudag er t.d. vettvangsferð í loftmyndatúlkun sem maður verður eiginlega að mæta í því verkefnið sem við gerum í sambandi við það gildir 30% en ég sting bara hópinn minn af, vonda Linda. Reyndar ætla ég nú að reyna að fara í feltið þegar ég kem heim en kennarinn minn sagði við mig að það væri gott ef einhver úr hópnum kæmi með mér þannig að greyið stelpurnar!
2 dagar í Chicago
sunnudagur, október 06, 2002
Styttist!
Mér finnst ég vera farin að heyra sírenuvæl mjög oft undanfarið og er það ekki sérlega skemmtilegt. Ég tók spóluna My big fat greek wedding í gær, þetta var alveg ágætis mynd en fannst samt sem áður einkennast smá af Muriel wedding en sú mynd er þrælgóð. Helgin er engan veginn búin að fara eins og ég ætlaði mér en það er víst reyndin með allar síðustu helgar að ég hef ekki gert það sem ég hef ætlað mér.
Árni er farin að skrifa aftur á heimasíðuna sína sem er mjög gott :)
Það hefur enginn skrifað eða kommentað út á það sem ég spurði um daginn, hvað gerir vin að vini :( og þykir mér það mjög leitt.
3 dagar í Chicago
laugardagur, október 05, 2002
Seinheppin
Í gær fór ég í vísindaferð og þegar ég var á leiðinni upp í skóla í sandölunum mínum þá þurfti teygjan á einum skónum endilega að slitna :( þannig að þegar ég var komin upp í jarðfræðihús þá var ég svo heppin að eins stelpa var með nál og tvinna í veskinu sínu þannig að ég fór að sauma skóinn, en til að vera alveg vissar um að þetta mundi nú örugglega haldast þá heftuðum við skóinn einnig nokkrum sinnum.
Vísindaferðin var svoldið óvenjuleg þar sem við vorum á rúntinum í rútu um Reykjavík. Krökkunum var færður bjór þegar við komum upp í Breiðholt en ekki var boðið upp á gos
:( Í þessari vísindaferð og á innan við klukkutíma þá ókum vð framhjá þremur árekstrum sem allir voru óvenjulegir. Sá fyrsti var hjá Sprenigsandi en þar var bíl á hliðinn hjá ljósunum og skil ég ekekrt í því hvernig það gat gerst. Sá næsti var í brekkunni þegar maður keyrir upp í efra Breiðholt framhjá Staldrinu og þar. Hjá ljósunum upp í brekkunni en þar var jeppi sem hafði sennilegast farið á öfugan vegarhelming og lent í veghandriðinu sem er þar og var næstum því farinn fram af. Þriðji áreksturinn var á Sæbrautinni en sýndist mér einnig að bíl hafði farið á hliðina á miðri Sæbraut.
Þessi mjög svo óvenjulega vísindaferð var einungis um klukkutíma löng þannig að við vorum komin niður í bæ um sexleytið öll alveg hræðilega svöng. Þannig að við skunduðum á Pizza 67 til þess að fá okkur að borða enda allt of snemma að fara á Astró. Hins vegar vorum við komin á Astró um sjöleytið og var staðurinn svo til fullur um átta leytið. Margar vísindaferðir greinilega þennan föstudag. Þarna var samankomin verkfræðin og einnig held ég að læknisfræðin hafi verið þarna ásamt okkur. Svoldið fyndið að fylgjast með fólkinu úr hinum ýmsum deildum, finnst við klæða okkur á svo sitthvoran mátta :) maður gæti nánast greint út hverjir eru í hvaða deild allt út frá klæðaburði. Annars á venjulegum degi í Odda þá getur maður séð viðskiptafræðinema út frá öðrum nemum.
Ég og minn félagsskapur rölti síðan yfir á Gaukinn til að athuga hvað kostaði inn en ákváðum að fara ekki inn, þá ákvað ég að halda annað og var næsti viðkomustaður minn Breiðholtið þar sem ég kíkti til pabba að spila. Vægast sagt gekk ekkert of vel, búin að sjá það líka að ég er slow á bjölluna!
4 dagar í Chicago
föstudagur, október 04, 2002
ha ha ha!
Ég bara verð að deila þessum með ykkur. Ég fór inn á teljara.is til þess að skoða hvaða lén hafa heimsótt síðuna og svona. Nema það var eitt svoldið forvitnilegt og mér finnst voða fyndið. En það hefur einhver verið að leita að Björk á leitarvef sem heitir overture nema leitarorðið sem hann/hún slær inn er björk síðasta ég og kemur þá síðan mín upp ásamt einhverju fleirum. Mér finnst þetta voða sniðugt og fyndið!
Mér er líka alveg sama þótt ykkur finnist það ekkert fyndið :)
Ótrúleg!
Ég er ótrúleg, var að muna eftir enn einu sem ég hef ætlað að skrifa um en það er Rauði krossinn. Á morgun er átakið gengið til góðst og undanfarið hafa verið auglýsingar í sjónvarpinu þar sem þetta er auglýst. Mér finnst þessar auglýsingar alveg brilliant og það er mikið af andstæðum pólum sem er sett fram þarna. Þessar auglýsingar finnst mér lýsa Rauða krossinum á mjög góðan hátt.
Ég var 18 ára þegar ég byrjaði sem sjálfboðaliði í Rauða krossinum en hefði eflaust byrjað fyrr ef ég hefði vitað af þessu fyrr. Náttúrulega hafði maður heyrt Rauði krossinn hér og þar í hjálparstörfum en ekki af vinnu sem þeir eru með hér heima. Rauði krossinn er nefnilega með góðan boðskap sem höfðar alveg rosalega til mín, reyndar hefur það gerst núna að ég er eiginlega dottin úr félagsskapnum fyrr allöngu síðan en ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að fara að því að tengjast honum aftur því þetta er eitthvað sem ég vil ekki missa. Mannúðin er í hávegum höfð hjá Rauða krossinum og það er helsta sem höfðar til mín og einnig það að það skiptir ekki máli hverjum er hjálpað það er að segja hvaða litur er á hörundinu, hverjar trúar o.s.frv.
Gleymdist!
Þetta var frekar þunn færsla sem er hér að neðan. En í gærkvöldi þegar ég kom heim þá var svo mikið í gangi í hausnum á mér að ég átti erfitt með að festa svefn. Var búin að hugsa fullt sem ég gæti skrifað hér en svo þegar ég loksins skrifa þá að sjálfsögðu er það dottið út og ég er of löt til þess að vanda mig og skrifa heillegri texta. En allavega þá gleymdi ég að segja það að það er líka heilmargt sem maður lærir um í saumaklúbbum eins og það að hundar geta verið á prozack og kettir með anorexíu!
enn 5 dagar í Chicago
Saumaklúbbur
Í gærkvöldi var saumaklúbbur í vinahópnum, jafnvel þótt mér er stór illa við þetta orð og finnst það úrelt fyrirbæri að vissu leyti þá er þetta stórkostlegt að hafa fyrirbæri eins og saumaklúbbur er. Það er frábært að hitta vinkonur sínar í góðu tómi og rabba saman, geta talað um allt milli himins og jarðar. Manni líður í flestum tilfellum svo vel eftir á og er ánægður. Stelpur þið eruð æði!
Þá er það komið á hreint!
Var áðan í umræðutíma í þróunarlöndum sem var mjög áhugaverður en við vorum að fjalla um ákveðna bók þar sem er gagnrýnt hugtakið þróun og hvernig það hefur verið í gegnum tíðina. Ég á reyndar eftir að skrifa smá greinagerð um þessa bók og aldrei að vita nema ég muni segja eitthvað meira frá því.
5 dagar í Chicago
fimmtudagur, október 03, 2002
Fimmtudagsblogg
Saumaklúbbur i kvöld sem þýðir það að ég fer ekki að vinna :) jíbbíii
Reyndar er heilmikið sem mig langar til þess að gera í kvöld t.d. er einhver fundur um Fólk, fjöll og þjóðgarða í Kópavoginum. Hjörleifur Guttormsson verður meðal annara þarna og fjallar um þjóðgarða í Afríku, Ómar Ragnarsson um þjóðgarða í Bandaríkjunum. Damn mig langar svo.............. Einnig er einhver visa forsýning í kvöld tveir fyrir einn á myndina Insomnia í kvöld sem mig langar líka á.
En það verður saumaklúbburinn sem verður ofan á, hef líka afsökun fyrir því að borða einhver góðgæti sem annars væri bara á laugardögum ;) en mikið rosalega langaði mig í nammi í gær, en ég fékk mér ekki og heldur ekki gos. Þvílíkur dugnaður.
Landfræðingar!
Ég hef verið að spá því nú hef ég rekist á 3 kennara í landafræðinni sem hafa verið á hjóli sem að sjálfsögðu er hollt og gott ásamt því að vera umhverfisvænt. Ég er stundum á hjóli og hjóla til dæmis alltaf í vinnuna ætli það geri mig þá að góðum landfræðingi!
6 dagar í Chicago
miðvikudagur, október 02, 2002
Íslensk veðrátta!
Týpísk íslensk veðrátta núna úti að mínu mati. Rigning og rok. Ekki uppáhaldið mitt! Þoli það ekki.
Annars vaknaði ég hálf sjö í morgun til þess að fara að telja bíla. Var í 4 klukkustundir rétt hjá Háskólanum að telja bíla. Gaman hjá mér svona í morgunsárið og hvað gerir maður ekki til þess að vinna sér inn pening!
Verst að dugnaðurinn hélt ekki áfram eftir að ég kom heim því ég lagði mig, en þetta var sennilegast ágætis æfing að sitja i 4 tíma á rassinum án þess að standa upp áður en ég fer út. En það er bara vika þangað til ég fer. jíbbíiii
vika í Chicago