Leiðist
Sjónvarpið er búið alltof snemma og mig langar ekki til þess að fara að sofa! Spurning hvort ég fari og horfi á stöð 2 ruglaða. Vissi að ég hefði átt að fara áðan út í vídeoleigu til þess að taka spólu. En svona er að vera vitur eftir á.
Varúð!
Ég ætla bara að vara ykkur við þessu someonelikesyou.com en þetta er ekkert smá hallærislegt og frekar fyndið. Eftir að hafa reynt að grafast fyrir um það hverjum líkaði nú svona vel við mig þá prófaði ég allar mögulegar aðferðir og skráði meðal annars mig þarna inn líka. Svo áðan þegar ég var að kíkja á háskólamailinn minn þá er ég komin með póst sem segir að ég hafi match og geti nú fengið að sjá hver þetta er (grunaði nú að þetta væri nú bara ég sem væri með match við sjálfan mig!). Allavega ég fór þá inn til þess að sjá aðilann en nei nei þá þarf ég að kaupa eitthvað til þess að fá e-mail sem lætur mig vita hver mitt match er en ætli ég fatti það ekki ef ég fæ sama póstinn á hotmailinu. Ég bara kemst reyndar ekki inn í hotmailið mitt eins og er þannig að ég verð að vera þolinmóð.
Þannig að enn og aftur vil ég biðja ykkur afsökunar á því að hafa skrifað ykkar netfang þangað inn, vona bara að það komi ekki of mikill ruslpóstur út frá þessu. Ef svo er fáið þið leyfi til þess að dangla í mig!
Er pínku pirruð á þessum blogger því færslunar hér fyrir neðan eru með svona hallandi skrift jafnvel þótt ég hafi ekki sett það á og virðist ekki geta lagað þetta!
Ég verð aðeins að monta mig hérna en ég hef verið voða dugleg í kók og nammibindindinu eða það að hafa bara nammidaga á laugardögum. Þið megið alveg hrósa mér og mér finnst ég meira segja finna smá mun á mér. Að minnsta kosti eru sumar buxur ekki eins þröngar utan á mér og þær voru, nema þetta sé allt bara óskhyggja í mér ;) meira segja þegar nammidagar hafa verið þá hef ég ekki haft mikla lyst á namminu og hefur það át minnkað mikið. En kókdrykkjan kannski ekki alveg yfir helgina. Minnsta kosti er ég voða stolt af mér og er þetta líka allt liður í sparnaðarátaki. Ímyndið ykkur hvað fer alltaf mikill peningur í nammi! Það getur stundum verið alveg ferlegt!
Ég er farin að hafa áhyggjur af Árna því ekkert hefur heyrst í honum lengi, hvorki í síma, netpósti né heimasíðunni sinni, meira segja hefur öll skrifin hans dottið út þar og er bara ekki neitt á forsíðunni. Aðeins styttra síðan Arndís lét í sér heyra.
Góða nótt!
laugardagur, september 28, 2002
Birt af Linda Björk kl. 01:37
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli