BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, september 05, 2002

Andvaka

Í nótt var ég andvaka og vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera. Reyndar datt mér í hug að taka upp skólabók til þess að lesa og var eiginlega nokkuð viss um að þá mundi ég detta út af strax en hins vegar langaði mér ekki til þess. Hins vegar sá ég þessa videospólu sem var merkt systur minni og ákvað að kíkja á hana og sjá hvað væri á henni. Þar voru fréttir af skjá einum síðan 16.júni 2000 en hún hafði tekið það upp fyrir mig því í fréttatímanum kom lítil „frétt“ um Buslara sem voru að leggja af stað til Danmerkur. Það var frekar skemmtilegt að horfa á þetta aftur og einnig að sjá hvað var í fréttum á þessum degi. Þá var mikið verið að spá í rigningu sem átti að vera á 17.júní í Reykjavík en eins og sumir muna kannski etir en þá reið stór jarðskjálfti yfir og skyggði hann á allt rigningartal á 17.júní eða það get ég að minnsta kosti ímyndað mér, ég var náttúrulega í Danmörku þegar þessi ósköp dundu yfir. Eftir fréttirnar kom síðan kindergardencop sem er alveg ágætis mynd en sem betur fer sofnaði ég yfir henni.

Vil líka óska Jens til hamingju með nýju vinnuna!
þreytt

0 Mjálm: