Afmæli
Pétur Ágúst bróðir á 9 ára afmæli í dag, til hamingju Pétur minn einnig á Pétur frændi afmæli í dag og er hann 19 ára að mig minnir. Til hamingju Pétur. Vona að þið báðir eigið góðan dag!
Ég sé að talan á teljaranum hleypur alveg upp, veit ég ekki alveg hvað er að valda því. Annars eru augun mín betri, fór til læknis og fékk einhverja augndropa við þessu.
Brúðkaup
Ég var í brúðkaupi hjá Sólrúnu vinkonu minni og Bjarna á laugardaginn var. Þau fengu alveg frábært veður og þetta var yndislegur dagur og ég vona að þau séu ánægð með hann. Ég get rétt ímyndað mér hvernig brúðgumanum líður þegar hann er að bíða eftir brúðinni í kirkjunni því þegar ég var að bíða fann ég fyrir vaxandi hnút og fiðring í maganum eftir að hún mundi ganga inn kirkjugólfið og ef mér skildi líða svona hvernig ætli brúðgumanum líði? Ég hef ekki reynslu sjálf í þessu þannig að ég get með engu móti sett mig í spor brúðinnar sem gengur inn kirkjugólfið. Annars var ég ekki smá ánægð því presturinn talaði um að gott væri að eiga góða vini því í þessu tilfelli hafi þau kynnst í gegnum vini og að sjálfsögðu tók ég það til mín. Málið er að Birgir er vinur hans Bjarna og ég er vinkona hennar Sólrúnar og má segja að þau kynntust í gegnum okkur :)
Kvöldið var líka mjög fínt og góður matur og skemmtiatriði. Við vinkonurnar vorum svo góðar að við vorum búnar að semja nýjan texta við lagið og þá stundi Mundi og koma þeim upp á brúðhjónin og held ég bara að það hafi tekist nokkuð vel. Diskótekið ok var að spila og var ekki góð tónlist fyrr en Ásdís fór aðeins að skipta sér af og athuga hvaða geisladiska maðurinn átti. Þá loksins var hægt að fara út á dansgólfið og dansa. Ég lifði kvöldið af þrátt fyrir að hafa verið í háum hælum, hærri en ég er í vanalega þar sem strigaskór er uppáhalds skófatnaður minn. En þegar ég kom heim um kvöldið og fór úr skónum þá var eins og gólfið væri mjög bylgjótt og það var stórfurðulegt að ganga.
miðvikudagur, september 11, 2002
Birt af Linda Björk kl. 10:57
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli