Fleiri afmæli
Sólrún vinkona á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Sólrún mín og vonandi áttu góðan dag!
Annars er það að frétta að ég var áðan í tíma sem heitir Þróunarlönd nema þar var ég að komast að því að helstu getnaðarvarnir sem fólk í þróunarlöndunum notar er ófrjósemisaðgerðir það er minnsta kosti svona einna algengast en svo enn merkilegra var það að fólk í vestræna heiminum notar rofnar samfarir, hversu upplýst er það? Reyndar var pillan og rofnar samfarir jafnar á notkun en samt!!!
Fór í bíó í gær á K19, það sem fór í pirrurnar á mér að þetta áttu allt að vera Rússar en töluðu ensku. Grrrrr........... Það var frekar skrýtið að sjá Ingvar Sigurðsson þarna í myndinni og sást bara töluvert af honum þótt hann hafi ekki nú sagt mikið. En ég ætla ekki að segja of mikið fyrir þá sem enn hafa ekki séð myndina. En þetta er alltílæ mynd.
og hvað svo...
fimmtudagur, september 12, 2002
Birt af Linda Björk kl. 11:11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli