bögg
Einhverra hluta vegna kemur ekkert þegar ég fer inn á systrabloggið, er ekki að skilja af hverju ekki. Búin að vera að reyna að skoða hvað er að en sé ekkert. Ef einhver hefur einhverjar góðar hugmyndir varðandi það er öll aðstoð vel þegin.
bögg bögg bögg
mánudagur, september 30, 2002
laugardagur, september 28, 2002
Leiðist
Sjónvarpið er búið alltof snemma og mig langar ekki til þess að fara að sofa! Spurning hvort ég fari og horfi á stöð 2 ruglaða. Vissi að ég hefði átt að fara áðan út í vídeoleigu til þess að taka spólu. En svona er að vera vitur eftir á.
Varúð!
Ég ætla bara að vara ykkur við þessu someonelikesyou.com en þetta er ekkert smá hallærislegt og frekar fyndið. Eftir að hafa reynt að grafast fyrir um það hverjum líkaði nú svona vel við mig þá prófaði ég allar mögulegar aðferðir og skráði meðal annars mig þarna inn líka. Svo áðan þegar ég var að kíkja á háskólamailinn minn þá er ég komin með póst sem segir að ég hafi match og geti nú fengið að sjá hver þetta er (grunaði nú að þetta væri nú bara ég sem væri með match við sjálfan mig!). Allavega ég fór þá inn til þess að sjá aðilann en nei nei þá þarf ég að kaupa eitthvað til þess að fá e-mail sem lætur mig vita hver mitt match er en ætli ég fatti það ekki ef ég fæ sama póstinn á hotmailinu. Ég bara kemst reyndar ekki inn í hotmailið mitt eins og er þannig að ég verð að vera þolinmóð.
Þannig að enn og aftur vil ég biðja ykkur afsökunar á því að hafa skrifað ykkar netfang þangað inn, vona bara að það komi ekki of mikill ruslpóstur út frá þessu. Ef svo er fáið þið leyfi til þess að dangla í mig!
Er pínku pirruð á þessum blogger því færslunar hér fyrir neðan eru með svona hallandi skrift jafnvel þótt ég hafi ekki sett það á og virðist ekki geta lagað þetta!
Ég verð aðeins að monta mig hérna en ég hef verið voða dugleg í kók og nammibindindinu eða það að hafa bara nammidaga á laugardögum. Þið megið alveg hrósa mér og mér finnst ég meira segja finna smá mun á mér. Að minnsta kosti eru sumar buxur ekki eins þröngar utan á mér og þær voru, nema þetta sé allt bara óskhyggja í mér ;) meira segja þegar nammidagar hafa verið þá hef ég ekki haft mikla lyst á namminu og hefur það át minnkað mikið. En kókdrykkjan kannski ekki alveg yfir helgina. Minnsta kosti er ég voða stolt af mér og er þetta líka allt liður í sparnaðarátaki. Ímyndið ykkur hvað fer alltaf mikill peningur í nammi! Það getur stundum verið alveg ferlegt!
Ég er farin að hafa áhyggjur af Árna því ekkert hefur heyrst í honum lengi, hvorki í síma, netpósti né heimasíðunni sinni, meira segja hefur öll skrifin hans dottið út þar og er bara ekki neitt á forsíðunni. Aðeins styttra síðan Arndís lét í sér heyra.
Góða nótt!
föstudagur, september 27, 2002
Svindl
Ég náðist að gabbast :( fékk e-mail í dag á háskólapóstinn minn þar sem var sagt someone likes you. Ég er náttúrulega voða ánægð með það en svo fer ég á síðuna til þess að komast að því hverjum líki nú við mig. Þá þarf ég að fylla út ýmsar upplýsingar og síðan koma vísbendingarnar en til þess að fá vísbendingar þarf ég fyrst að geta hver þetta hefur verið og setja nafn og netföng til þess að fá næstu vísbendingu. Þannig heldur þetta áfram og aldrei komst ég að því hver þetta var :( þótt mig kannski hafi systur mína pínku grunaða þá held ég að hún hafi ekki haft netfangið mitt hérna í háskólanum. Allavega þá gat ég aldrei fyllt út sama netfangið aftur og aftur né haft fölsk netföng þannig að hinu ýmsir aðilar hafa einnig fengið póst frá someonelikesyou.com og biðst ég afsökunar á því en þið vitið þá að öllum líkindum að þetta var frá mér :)
En sá sem sendi mér þetta, vinsamlegast gefðu þig fram, óþægilegt að vita ekki hver gerði þetta. Vísbendingarnar sem ég fékk er að aðilinn (svo lengi sem upplýsingarnar eru réttar) er á milli 17-21 árs á fiska sem gæludýr, er með dark blonde hair. Ef hann/hún mundi vinna fullt af peningum mundi hann/hún kaupa leikföng. Draumastefnumót væri að mig minnir kvöldverður og bíó og svo seinasta að draumagetaaway væri að fara á skíði.
Gefðu þig fram!>
fimmtudagur, september 26, 2002
Vinur
Núna langar mig smá að fá álit ykkar. Hvað er það sem gerir vin að vini?
Þið getið annaðhvort svarað mér í skilaboðunum hér að neðan, skrifað í gestabókina eða sent mér e-mail
Traustur vinur getur gert kraftaverk!
þriðjudagur, september 24, 2002
Netsambandið komið
Gumma frænda tókst það en netsambandið er komið aftur á í götunni :) að minnsta kosti hjá mér og það er fyrir öllu. Hitti Gumma frænda hérna fyrir utan í dag að draga einhverjar snúrur og svona en hann sagðist reyna að vera að koma þessu aftur á þegar ég spurði hann hvort hann stæði fyrir því að ég væri sambandslaus!
Ekki það að ég hefði náttúrlega getað skrifað eitthvað í skólanum bara nennti því ekki. Það er eitthvað við það að skrifa á netið hérna heima og hafa sjónvarpið í gangi og svona.
Þvílík rigning í gær, þegar ég hjólaði heim úr vinnunni var ég alveg holdvot og buxurnar mínar bíða skaða af.
Annars er skemmtilegt hvað hún systir mín er farin að tjá sig á netinu.
Judging Amy er að fara að byrja þannig að ég hætti í bili og svo kemur líka survivor en ég gat ekki horft á það í gær.
hasta la vista
fimmtudagur, september 19, 2002
þriðjudagur, september 17, 2002
Vefur mánaðarins
Árni er komið með nýtt inn á heimasíðuna og er með vef mánaðarins. Og vitið þið hvað. Mjálmið hans Vargs er vefur mánaðarins hjá honum *blush*
Annars var ég að vinna í gær og fer að vinna í kvöld og fyrsti verkefnatíminn í minni umsjá er núna á eftir. Hnútur kominn í magann og alles. Annars var ég að segja upp áskriftinni að morgunblaðinu. Verð að fara að gera sparnaðaráætlanir, símreikningurinn er líka allt allt of hár, þarf þvílíkt að minnka hann. Þannig ef ég hringi ekkert í ykkur þá er það ekki vegna þess að ég vil ekkert við ykkur tala heldur sparnaðaráætlun. Hey ég hef líka netið bara verst að það svarar enginn á móti þar en svona er lífið. Fær víst ekki nærri því allt sem maður vill.
koma svo og spara
sunnudagur, september 15, 2002
föstudagur, september 13, 2002
Rofnar samfarir
Einn ónefndur aðili sagði við mig að honum hefði þótt mjög gaman af blogginu mínu þessum um rofnar samfarir og nefndi hvort klámmyndir gætu átt þátt í því að þetta sé svona algengt. Ég held ekki, fólk tekur bara of mikið sensinn og held ég að það sé fólk í yngra kantinum sem stundar þetta meira, unga fólkið sem þorir ekki að kaupa getnaðarvarnir eða einhverja hluta vegna getur ekki keypt það og heldur að í staðinn sé alveg öruggt að stunda rofnar samfarir. En þetta er að sjálfsögðu bara hugleiðingar mínar um af hverju og hvaða aldurshópur þetta sé.
hvað heldur þú?
Sex in the city
Ég hef mjög gaman af þáttunum Sex in the city eða Beðmál í borginni eins og það kallast á íslenskunni. Þykir mér hinsvegar stórfurðulegt hvað aðalsögupersónan Carrie er alltaf í hræðilega ljótum fötum. Undantekningarlaust finnst mér fötin hennar hræðileg ekki það að ég sé endilega það mikil smekk manneskja á föt en fyrr má nú fyrr vera. Ég man eftir einhverjum svona viðtalsþátt við Söruh Jessicu Parker þar sem var talað um þáttinn og hún sagðist vilja eiga fataskáp Carrie í þáttunum............. ojjjjjjjjjj hvað er hún að hugsa!
En oh well það er greinilega ekki mitt að skilja!
Vinna
Jamm ég var loksins að vinna í gær eftir um 2 vikna bið ef ekki lengri. Ekki það að ég hafi verið æst í að fara að vinna heldur þarf maður víst á peningum að halda og ekki síst núna. En eftir vinnu þá gekk ég heim og þvílíkt dýrindisveður, það var ekkert smá heitt og milt veður.
ekkert meir
fimmtudagur, september 12, 2002
Fleiri afmæli
Sólrún vinkona á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Sólrún mín og vonandi áttu góðan dag!
Annars er það að frétta að ég var áðan í tíma sem heitir Þróunarlönd nema þar var ég að komast að því að helstu getnaðarvarnir sem fólk í þróunarlöndunum notar er ófrjósemisaðgerðir það er minnsta kosti svona einna algengast en svo enn merkilegra var það að fólk í vestræna heiminum notar rofnar samfarir, hversu upplýst er það? Reyndar var pillan og rofnar samfarir jafnar á notkun en samt!!!
Fór í bíó í gær á K19, það sem fór í pirrurnar á mér að þetta áttu allt að vera Rússar en töluðu ensku. Grrrrr........... Það var frekar skrýtið að sjá Ingvar Sigurðsson þarna í myndinni og sást bara töluvert af honum þótt hann hafi ekki nú sagt mikið. En ég ætla ekki að segja of mikið fyrir þá sem enn hafa ekki séð myndina. En þetta er alltílæ mynd.
og hvað svo...
miðvikudagur, september 11, 2002
Nýtt
Systrabloggið er komið, mun setja link hérna á síðuna inn á systrabloggið. Ellen systir virðist vera tilbúin í the public life hahaha er bara að grínast. En gæti orðið áhugavert eða bara hundleiðinlegt þar sem við tölum um hluti sem koma okkur við.
stay tuned
Afmæli
Pétur Ágúst bróðir á 9 ára afmæli í dag, til hamingju Pétur minn einnig á Pétur frændi afmæli í dag og er hann 19 ára að mig minnir. Til hamingju Pétur. Vona að þið báðir eigið góðan dag!
Ég sé að talan á teljaranum hleypur alveg upp, veit ég ekki alveg hvað er að valda því. Annars eru augun mín betri, fór til læknis og fékk einhverja augndropa við þessu.
Brúðkaup
Ég var í brúðkaupi hjá Sólrúnu vinkonu minni og Bjarna á laugardaginn var. Þau fengu alveg frábært veður og þetta var yndislegur dagur og ég vona að þau séu ánægð með hann. Ég get rétt ímyndað mér hvernig brúðgumanum líður þegar hann er að bíða eftir brúðinni í kirkjunni því þegar ég var að bíða fann ég fyrir vaxandi hnút og fiðring í maganum eftir að hún mundi ganga inn kirkjugólfið og ef mér skildi líða svona hvernig ætli brúðgumanum líði? Ég hef ekki reynslu sjálf í þessu þannig að ég get með engu móti sett mig í spor brúðinnar sem gengur inn kirkjugólfið. Annars var ég ekki smá ánægð því presturinn talaði um að gott væri að eiga góða vini því í þessu tilfelli hafi þau kynnst í gegnum vini og að sjálfsögðu tók ég það til mín. Málið er að Birgir er vinur hans Bjarna og ég er vinkona hennar Sólrúnar og má segja að þau kynntust í gegnum okkur :)
Kvöldið var líka mjög fínt og góður matur og skemmtiatriði. Við vinkonurnar vorum svo góðar að við vorum búnar að semja nýjan texta við lagið og þá stundi Mundi og koma þeim upp á brúðhjónin og held ég bara að það hafi tekist nokkuð vel. Diskótekið ok var að spila og var ekki góð tónlist fyrr en Ásdís fór aðeins að skipta sér af og athuga hvaða geisladiska maðurinn átti. Þá loksins var hægt að fara út á dansgólfið og dansa. Ég lifði kvöldið af þrátt fyrir að hafa verið í háum hælum, hærri en ég er í vanalega þar sem strigaskór er uppáhalds skófatnaður minn. En þegar ég kom heim um kvöldið og fór úr skónum þá var eins og gólfið væri mjög bylgjótt og það var stórfurðulegt að ganga.
föstudagur, september 06, 2002
Sjónvarpsgláp
Það kom að því að mér hefnist fyrir allt þetta sjónvarpsgláp, enda fer ég ekki að sofa á kvöldin fyrr en öll dagskrá er búin og stundum á öllum stöðvum jafnvel þótt ég hafi ekki afruglara. En allavega þá virðist ég vera komin með einhverja augnsýkingu :( ég er öll rauð og bólgin á öðru auganu og svo þessi mikli gröftur. Ég var bara heppin að hafa getað opnað augun í morgun. Vaknaði ábyggilega tvisvar í nótt til þess að þurrka úr augunum. Smekklegt ha!
Annars er ekkert að frétta af mér og ég er ekki búin að koma neinu af stað og virðist best í því að gera ekki neitt þessa dagana og heldur ekki mikil löngun til þess að gera eitthvað annað.
1 dagur í brúðkaup hjá Sólrúnu og Bjarna
fimmtudagur, september 05, 2002
Andvaka
Í nótt var ég andvaka og vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera. Reyndar datt mér í hug að taka upp skólabók til þess að lesa og var eiginlega nokkuð viss um að þá mundi ég detta út af strax en hins vegar langaði mér ekki til þess. Hins vegar sá ég þessa videospólu sem var merkt systur minni og ákvað að kíkja á hana og sjá hvað væri á henni. Þar voru fréttir af skjá einum síðan 16.júni 2000 en hún hafði tekið það upp fyrir mig því í fréttatímanum kom lítil „frétt“ um Buslara sem voru að leggja af stað til Danmerkur. Það var frekar skemmtilegt að horfa á þetta aftur og einnig að sjá hvað var í fréttum á þessum degi. Þá var mikið verið að spá í rigningu sem átti að vera á 17.júní í Reykjavík en eins og sumir muna kannski etir en þá reið stór jarðskjálfti yfir og skyggði hann á allt rigningartal á 17.júní eða það get ég að minnsta kosti ímyndað mér, ég var náttúrulega í Danmörku þegar þessi ósköp dundu yfir. Eftir fréttirnar kom síðan kindergardencop sem er alveg ágætis mynd en sem betur fer sofnaði ég yfir henni.
Vil líka óska Jens til hamingju með nýju vinnuna!
þreytt
miðvikudagur, september 04, 2002
Öskjuhlíðin
Á mánudaginn var ég í litun og þegar ég var búin þá komst ég að því að ég var tiltölulega nýbúin að missa af strætó og þar sem var svo gott veður ákvað ég að ganga heim. En ég var stödd hjá Bústaðarkirkjunni. Þetta var mjög notaleg ganga þótt ég hafi kannski verið dáltið lengi á leiðinni en meðal annars þá gekk ég Öskjuhlíðina á leiðinni heim. Þetta er þvílíkur staður og ekkert smá slæmt þetta leiðinlega álit sem Öskjuhlíðin hefur á sér ekki endilega að fólk haldi þetta frekar bara að það fyrsta svona yfirleitt sé neikvætt þegar minnst er á Öskjuhlíðina og með djók í huga. Þegar ég kom þangað þá var þvílíkt magn af fuglum, þeir voru bókstaflega allsstaðar held alveg örugglega að þetta hafi verið þrestir þarna út um allt. Einnig sá ég tvær kanínur að spóka sig um þarna, eins og þetta eru nú falleg dýr þá eru þetta svo mikið skaðræðisskepnur.
Annars er ég að búa til systrablogg núna og veit ekki hvort það nær fyrir augum „almennings“ það fer eftir systur minni hvað hún er tilbúin í og hvort hún muni nú eitthvað skrifa. Ellen mín núna er semsagt komin áskorun á þig :)
Svo er það að frétta að ég kikknaði á fjallgöngunni með honum Árna á laugardaginn, smá eftirsjá að hafa ekki reynt en það er svona. Upphaflega átti kannski að vera fundur með kennara einum á laugardeginum en hann varð síðan á sunnudeginum. Já ég er ekki búin að segja frá því en ég verð aðstoðarkennari í einu námskeiði í vetur sem heitir Ferðamálafræði, smá kvíði fyrir það en vona að þetta reddist bara allt saman. Hryllilegt að hugsa til þess að þurfa að fara yfir verkefni og gefa einkunnir! Kennarinn sem kennir þetta námskeið er á Akureyri þannig að aðgangur að honum verður mjög takmarkaður.
Það styttist óðum í brúðkaupið hjá Sólrúnu og Bjarna en það er á laugardaginn, reyndar er því búið að seinka um hálftíma því það átti að vera annað brúðkaup hálftíma á undan þeim og það er svoldíð tæpt. En það verður ábyggilega gaman og við vinkonurnar búnar að plana hitt og þetta.
3 dagar í brúðkaup hjá Sólrúnu og Bjarna