BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, mars 28, 2013

Kanada

Komin til St. Johns, Newfoundland, Kanada. Kom hér seint í gærkvoldi og flugid seinna á ferð en áætlad var, greyið Sólrún þurfti því að vaka eftir mér.

Fór í þrjú flug sem flest voru á þriðju klukkustund. Í Miami tók það mig 2 klukkutíma ad fara í gegnum immigration, ná í toskuna mína og tjekka inn aftur að minnsta kosti í klukkustund í röð bara til þess að fara í gegnum immigration. Þvílíkt rugl! Sem betur fer hafði ég 3 klukkustundir milli fluga þar og rétt hafði tíma til þess að fá mér að borða áður en ég fór í loftið aftur.

En er allavega komin og það er kalt!

Svoldið skrýtið verður að viðurkennast að koma í kulda, sjá smá snjó. Það eru smá skaflar hér og þar en enginn snjór að ráði. Ekki hafa bláan himinn og sól og hita. Þetta er bara svoldið eins og Ísland :)

0 Mjálm: