BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, febrúar 29, 2012

Loftdýna

Það getur verið að þú sért að velta fyrir þér hvurslags fyrirbæri þetta er - loftdýna.

Fyrir mér er þetta mjög rökrétt, dýna þar sem loft er sett í og þar með getur þú sofið á þessari dýnu. Með réttu er þetta víst kallað vindsæng en get einhverra hluta vegna ekki munað það nafn og loftdýna kemur alltaf fyrst í hugann.

Vindsæng í mínum huga er líka dýna sem þú setur loft í til þess að fljóta í í sjónum eða sundlaug eða á vatni.

Allavega ég er búin að sofa á loftdýnu aka vindsæng síðan ég kom heim, eða nokkrum dögum eftir að ég kom heim. Get því sagt ykkur það að þannig dýnur eru ekki til þess gerðar að sofið er á þeim svo vikum eða mánuðum skiptir.

Ekki af því að það fer illa með bakið eða eitthvað heldur af því að dýnan verður ónýt. Ekki nóg með það að það er búið að koma tvisvar gat á dýnuna (sem kom mér ekki á óvart en gat sett bætur á) þá hefur efnið einhvern veginn slappast og er búið að teygjast út til hliðanna þannig að kemur alltaf svoldið sveigja á dýnuna. En síðasta útspilið og það sem er að gera ómögulegt að sofa á dýnunni er að hluti af dýnunni hefur þanist afskaplega mikið upp, bæði að ofan og neðan. Þannig að þetta gerir dýnuna að sjálfsögðu mjög óbalanseraða og er ég í raun hissa á því að ég hafi ekki enn oltið af dýnunni og út á gólf. En held að það sé bara tímaspursmál. En síðan gerir það náttúrulega líka að verkum að ég get einungis verið á litlum hluta dýnunnar. Er með um 50 cm uppþannin hluta við hlið mér.

Það er frekar kómískt að sjá þetta en nokkuð ljóst að ég verð að kaupa nýja dýnu þegar ég skila henni til þeirra sem lánuðu mér hana :)

0 Mjálm: