Heimildamyndir
Ég hef farið að sjá nokkrar heimildamyndir um Kína hjá Konfúsíusarstofnun. Reyndar bara tvær núna á nýju ári en sá líka nokkrar á seinasta ári.
Heimildamyndirnir hafa verið misjafnar, svona eins og gengur og gerist. Oft hef ég upplifað mig svolítið týnda þegar ég horfi á myndirnar. Eins og vanti einhvern rauðan þráð í þær eða þær nái ekki almennilega utan um það sem kynningin á myninni hefur verið.
En vegna áhuga á Kína finnst mér þetta algjör snilld að geta farið á fimmtudögum og horft á heimildamyndir í boði Konfúsíusarstofnunar.
þriðjudagur, febrúar 21, 2012
Birt af Linda Björk kl. 21:49
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli