BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, febrúar 13, 2012

Bækur

Bækur eru eitt af uppáhöldum mínum.

Draumur minn er að eignast bókaherbergi og sömuleiðis finnst mér einstaklega skemmtilegt að fara inn í bókabúðir sama í hvaða landi ég er. Hef ekki alveg haft sömu ánægju á að fara á bókasöfn, veit þó ekki alveg af hverju það er. Kannski dauðaþögnin sem þarf að ríkja og fólk lítur mann hornauga ef eitthvað píp kemur frá manni.

Ég fór þó og fékk mér bókasafnskort á haustdögum eftir þvílíkan langan tíma (fyrir utan kortið sem maður var með á þjóðarbókhlöðuna). Ég kíkti á gegnir í dag til þess að sjá hvað margar bækur ég væri búin að taka síðan ég fékk kortið. Ég er búin að taka 15 bækur og allar á ensku.

Ég sem ætlaði að fara í átak og fara að lesa eitthvað eftir íslenska höfunda.

Mér til afsökunar þá hafa bækurnar ekki verið inni sem mig langar til þess að lesa. T.d. hef ég bitið í mig að lesa Svartur á leik eftir Stefán Mána áður en ég les eitthvað annað eftir hann. Man síðan ekki hvaða bók var búið að mæla með eftir Yrsu þannig að ég hef ekki enn lesið neitt eftir hana. Einnig langar mig að lesa Ríkisfang Ekkert eftir Sigríði Víðis en sú bók er bara aldrei inni.

Ein af þessum 15 bókum sem ég er búin að taka fór tilbaka án þess að ég kláraði að lesa þá bók. Gat einfaldlega ekki haldið áfram og ákvað að leggja hana frá mér. Finnst það ótrúlega erfitt að leggja bækur frá mér án þess að klára að lesa, en það hefur þó sjaldnast komið fyrir. Fyrsta bókin sem ég man eftir að hafa lagt frá mér ókláraða var Úngur ég var sem er hálfgerð sjálsævisaga eftir Halldór Laxness.

En megið alveg benda mér á uppáhaldsbækur, bækur sem "nauðsynlegt" er að lesa o.s.frv....

Vona bara að hægt sé að skilja eftir komment :)

0 Mjálm: