BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, febrúar 29, 2012

Snjóar



Loftdýna

Það getur verið að þú sért að velta fyrir þér hvurslags fyrirbæri þetta er - loftdýna.

Fyrir mér er þetta mjög rökrétt, dýna þar sem loft er sett í og þar með getur þú sofið á þessari dýnu. Með réttu er þetta víst kallað vindsæng en get einhverra hluta vegna ekki munað það nafn og loftdýna kemur alltaf fyrst í hugann.

Vindsæng í mínum huga er líka dýna sem þú setur loft í til þess að fljóta í í sjónum eða sundlaug eða á vatni.

Allavega ég er búin að sofa á loftdýnu aka vindsæng síðan ég kom heim, eða nokkrum dögum eftir að ég kom heim. Get því sagt ykkur það að þannig dýnur eru ekki til þess gerðar að sofið er á þeim svo vikum eða mánuðum skiptir.

Ekki af því að það fer illa með bakið eða eitthvað heldur af því að dýnan verður ónýt. Ekki nóg með það að það er búið að koma tvisvar gat á dýnuna (sem kom mér ekki á óvart en gat sett bætur á) þá hefur efnið einhvern veginn slappast og er búið að teygjast út til hliðanna þannig að kemur alltaf svoldið sveigja á dýnuna. En síðasta útspilið og það sem er að gera ómögulegt að sofa á dýnunni er að hluti af dýnunni hefur þanist afskaplega mikið upp, bæði að ofan og neðan. Þannig að þetta gerir dýnuna að sjálfsögðu mjög óbalanseraða og er ég í raun hissa á því að ég hafi ekki enn oltið af dýnunni og út á gólf. En held að það sé bara tímaspursmál. En síðan gerir það náttúrulega líka að verkum að ég get einungis verið á litlum hluta dýnunnar. Er með um 50 cm uppþannin hluta við hlið mér.

Það er frekar kómískt að sjá þetta en nokkuð ljóst að ég verð að kaupa nýja dýnu þegar ég skila henni til þeirra sem lánuðu mér hana :)

þriðjudagur, febrúar 28, 2012

Ó, nei

Þegar ég var að reyna að hugsa um "grípandi" fyrirsögn á bloggið mitt þá kom einungis upp eitthvað á ensku eins og: " They are back"  eða "Return of the xxx".

Hvort það sé amerískum bíómyndum að kenna, of mikil lestur á enska tungu eða hreinlega skortur af íslensku hæfni, orðaforða og færni. Spurning!

Allavega þær eru komnar aftur.

Þær eru silfurskottur, allavega sá eina í gær - ó, nei.

Bjóst alveg við þeim aftur, er búin að vera horfa í kringum mig en kom mér samt eitthvað að óvörum.

föstudagur, febrúar 24, 2012

Á heimleið


Göngubrú

þriðjudagur, febrúar 21, 2012

Heimildamyndir

Ég hef farið að sjá nokkrar heimildamyndir um Kína hjá Konfúsíusarstofnun. Reyndar bara tvær núna á nýju ári en sá líka nokkrar á seinasta ári.

Heimildamyndirnir hafa verið misjafnar, svona eins og gengur og gerist. Oft hef ég upplifað mig svolítið týnda þegar ég horfi á myndirnar. Eins og vanti einhvern rauðan þráð í þær eða þær nái ekki almennilega utan um það sem kynningin á myninni hefur verið.

En vegna áhuga á Kína finnst mér þetta algjör snilld að geta farið á fimmtudögum og horft á heimildamyndir í boði Konfúsíusarstofnunar.

mánudagur, febrúar 20, 2012

Rupali afmæli

Rupali mín á afmæli í dag.

17 ára.

Jodi Picoult

Ég er búin að lesa þónokkrar bækur eftir Jodi Picoult, held að ég hafi reyndar fyrst séð myndina My sister´s keeper sem er gerð eftir einni af bók hennar. Sú mynd vakti athygli mína og eftir það keypti ég bók eftir þennan rithöfund og síðan þá hef ég ekki getað hætt.

Ég mundi segja að Jodi Picoult taki fyrir umdeild málefni eða viðkvæm og skrifar um það og svo kemur alltaf eitthvað "twist" í endann. Eitthvað sem maður bjóst ekki við. En núna að sjálfsögðu eftir að hafa lesið nokkrar af bókum hennar þá er ég farin að búast við því og reyna að finna út hvað það er.

Ein bóka hennar truflaði mig hinsvegar pínku og var bæði erfitt að lesa hana (þungur texti) og eitthvað í bókinni höfðaði ekki til mín. Bókin heitir Keeping Faith og fjallar um trú, að lítil stelpa sjái guð. Sjaldnast legg ég bækur frá mér án þess að klára að lesa þær en það hefur komið fyrir. Ástæðan fyrir að ég lagði þessa bók ekki frá mér er að ég vildi svör, Jodi Picoult hefur yfirleitt alltaf komið með svör í endan á bókum sínum. En í þessari bók Keeping Faith fékk ég ekki þessi svör sem ég vildi. Kannski skildi ég hreinlega ekki endann!

Hver veit.

mánudagur, febrúar 13, 2012

Bækur

Bækur eru eitt af uppáhöldum mínum.

Draumur minn er að eignast bókaherbergi og sömuleiðis finnst mér einstaklega skemmtilegt að fara inn í bókabúðir sama í hvaða landi ég er. Hef ekki alveg haft sömu ánægju á að fara á bókasöfn, veit þó ekki alveg af hverju það er. Kannski dauðaþögnin sem þarf að ríkja og fólk lítur mann hornauga ef eitthvað píp kemur frá manni.

Ég fór þó og fékk mér bókasafnskort á haustdögum eftir þvílíkan langan tíma (fyrir utan kortið sem maður var með á þjóðarbókhlöðuna). Ég kíkti á gegnir í dag til þess að sjá hvað margar bækur ég væri búin að taka síðan ég fékk kortið. Ég er búin að taka 15 bækur og allar á ensku.

Ég sem ætlaði að fara í átak og fara að lesa eitthvað eftir íslenska höfunda.

Mér til afsökunar þá hafa bækurnar ekki verið inni sem mig langar til þess að lesa. T.d. hef ég bitið í mig að lesa Svartur á leik eftir Stefán Mána áður en ég les eitthvað annað eftir hann. Man síðan ekki hvaða bók var búið að mæla með eftir Yrsu þannig að ég hef ekki enn lesið neitt eftir hana. Einnig langar mig að lesa Ríkisfang Ekkert eftir Sigríði Víðis en sú bók er bara aldrei inni.

Ein af þessum 15 bókum sem ég er búin að taka fór tilbaka án þess að ég kláraði að lesa þá bók. Gat einfaldlega ekki haldið áfram og ákvað að leggja hana frá mér. Finnst það ótrúlega erfitt að leggja bækur frá mér án þess að klára að lesa, en það hefur þó sjaldnast komið fyrir. Fyrsta bókin sem ég man eftir að hafa lagt frá mér ókláraða var Úngur ég var sem er hálfgerð sjálsævisaga eftir Halldór Laxness.

En megið alveg benda mér á uppáhaldsbækur, bækur sem "nauðsynlegt" er að lesa o.s.frv....

Vona bara að hægt sé að skilja eftir komment :)

Komment

Veit ekki af hverju það er vesen með komment systemið hérna, það er að segja að sumir virðast ekki geta skilið eftir komment. Kannski þes vegna sem eru engin komment hjá mér ;)

Allavega er búin að fara einu sinni enn í gegnum þetta, það er opið fyrir nafnlaus komment en ákvað núna að prófa að hafa word verification það er að segja þegar búið er að kommenta þá þarft að stimpla inn kóða sem sést til þess að koma í veg fyrir að það komi "rusl komment" en ég fæ mikið af spammi, sérstaklega á póstinn sem ég skrifaði þegar ég var í Sucre í Bólivíu.

Allavega vona að verið hægt að kommenta hjá mér núna....

miðvikudagur, febrúar 08, 2012

Yfirhalning

Stóri yfirhalningardagurinn var í dag.

sunnudagur, febrúar 05, 2012

Úthald

Þvílíkt úthald, heilir tveir dagar.

Annars var saumaklúbbur náttúrulega bara yndislegur, enda alltaf yndislegt að hitta þessar stelpur. Fyrir utan að við vorum líka að hitta nýjasta meðlim vinahópsins Liv Freyju :)

Á föstudaginn var hefðbundin bæjarferð til þess að lesa tímaritin, laugardagur alger dekurdagur ásamt því að hitta norðanfólkið sem var ekki verra. Gott að geta knúsað systkinabörnin aðeins.

fimmtudagur, febrúar 02, 2012

Dagur tvö

Veit ekki hversu góð hugmynd þetta er þar sem ég hef ekkert að segja.

Saumaklúbbur í kvöld, hlakka til.

miðvikudagur, febrúar 01, 2012

Spöklera

Er að spöklera í því hvort ég eigi að skrifa hérna einu sinni á dag í febrúar, svona eins og ég gerði fyrir einhverjum ári síðan. Já og/eða senda inn myndir.

Ætla aðeins að spá í því....