BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, febrúar 25, 2010

Te

Held barasta að ég hafi aldrei drukkið jafn mikið te og þessa dagana.

Þrír bollar búnir fyrir hádegi í dag!

Ullarfötin, ullarsokkar, trefill og samt er ég inni.... jamm kuldaskræfan ég - enda fékk ég líka smá nett áfall þegar ég sá á þriðjudaginn að spáð væri 19 stiga frosti hérna á morgun, enn meira áfall þegar mér var sagt að aðfaranótt föstudags ætti að vera 33 stiga frost. Sem betur fer hefur spáin breyst og kuldinn ekki eins mikill.

Spennan á morgnana og eftir vinnu er í hámarki það er að segja hvort ég komist heimreiðina alla leið heim. En það snjóar í skafl við fjárhúsið en annars er vegurinn næstum auður. Hingað til hef ég sloppið en smá klaufaskapur og maður situr fastur. Þarf líka að fá mér skóflu, betra að hafa hana svona í bílnum.

En um helgina var ég stödd í bænum og skellt mér m.a. á tónleika með Emilíönu Torrini, var bara mjög sátt við tónleikana og hversu ræðin hún var. En yfirleitt finnst mér hún nefnilega ekkert ræðin á tónleikum.

Þegar ég flaug norður aftur var búið að snjóa töluvert og í keyrslu innanbæjar missti ég stjórn á bílnum og fór einhvern hálfhring á veginum og var alveg einstaklega heppin að hafa ekki mætt bíl. Þetta gerði það að verkum að ég þurfti þvílíkt að telja í mig kjark að fara yfir Víkurskarðið og alla leið í Mývatnssveitina. Enda lá við að ég hoppaði út úr bílnum og stigi hamingjudans þegar ég var komin yfir skarðið en ákvað að bíða með hamingjulætin á leiðarenda.

en já spurning um einn tebolla í viðbót!

mánudagur, febrúar 22, 2010

Snjór


Svona var bílinn minn þegar ég kom að honum á flugvellinum á Akureyri. Var smá maus að ná öllum snjónum af honum og koma honum út úr stæðinu. Snjórinn kringum bílinn náði mér upp að hnjám. Sumum finnst það kannski ekki mikið þegar miðað er við mig en er dáldið fyrir mig :-D

föstudagur, febrúar 19, 2010

Veðrið í Rvk


Ekki eins spennandi umhverfi og í Mývatnssveitinni! Eða hvað?

sunnudagur, febrúar 14, 2010

Veður dagsins


Er ekki hægt að segja annað en að veðrið sé að versna.

Heimld


Hérna er heimild fyrir því að ég bakaði. Að vísu með smá hjálp :-D

Brauðbollur


Heimildir eru fyrir því að brauðbollurnar séu ætar og smakkist jafnvel bara vel svona nýkomnar úr ofninum þar sem smjörið bráðnar á þeim. Að vísu er það einungis ég sem er heimildin fyrír því.

Linda bakar


Undarlegir hlutir eru farnir að gerast í sveitinni. Bakaði brauðbollur - hugsa samt að ég láti þetta ekkert berast í borgina þar sem ég gæti fengið einhverjar kröfur á mig þegar ég kem aftur þangað.

föstudagur, febrúar 12, 2010

Heim


Séð frá vinnunni og "heim" og veðrið í dag. Heim er þarna í fjarska burtu.

Húsið



Hefðir

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur nálgast óðfluga.

Undanfarin ár hefur mér alveg verið svo til sama hvort ég fengi bollu á bolludaginn, saltkjöt á sprengidag og verður bara að segjast alltaf pirrað mig á öskudeginum og Reykvíkingum ;)

Núna í ár er þetta öðruvísi farið - mig dauðlangar í einhverskonar bollur á bolludaginn, saltkjöt og þá sérstaklega uppstúf á sprengidag og gaman væri að vera á Akureyri á öskudag (en ekki raunhæft).

Lítur ekki út fyrir að ég hafi saltkjöt og uppstúf á sprengidag - of mikið vesen ;) en líka það að það þurfi hveiti og ég nota það aldrei annars og finnst mér það mikil sóun að kaupa helling af því til þess eins að nota smá. Og nei ekki mikil von að ég noti meira af því seinna meir!

Eigið góða helgi!

fimmtudagur, febrúar 11, 2010

Mynd dagsins


Fallegt veður í dag. Tekin á Skútustaðagígum. Sést í Vindbelg þarna í fjarska.

Kalt

Í gær var hlýjasti dagurinn hérna síðan ég kom, fór í plúsinn. En þrátt fyrir það var mér hreint ótrúlega kalt - sérstaklega þó í vinnunni. Mér hlýnaði ekki fyrr en ég fór að ganga og dagurinn í gær var með fallegt veður þrátt fyrir að væri skýjað og fallegt veður líka dagurinn á undan gærdeginum og þar á undan og undan honum ásamt deginum í dag.

Að vísu er ekki búið að vera skýjað í dag og hitinn komst aftur í plús þrátt fyrir það þurfti ég að skafa í morgun en bara örlítið.

Seinasta laugardag fór ég í bæjarferð til þess að byrgja mig upp af mat - er nefnilega að átta mig á því að ef skyldi koma eitthvað veður (snjókoma) þá gæti ég bara lokast inni og þá er verra að vera matarlaus ;)
Mögulega kannski bankað upp á næstu bæjum en vildi þó helst sleppa því.

En set kannski inn mynd af deginum í dag aðeins seinna - ótrúlegt en satt þá er ég oft farin að blogga og senda frá símanum mínum. Myndirnar sem hafa komið hér undanfarið eru allar frá símanum mínum.

mánudagur, febrúar 08, 2010

Geggjað veður


Veðrið var alveg frábært i dag. Reyndar alveg eins og hina dagana. En þetta er Sandvatn og Vindbelgur sést þarna líka.

laugardagur, febrúar 06, 2010

Frá útidyrunum


Veðrið í dag.

Útsýnið


Svona er útsýnið frá útidyrahurðinni hjá mér.

föstudagur, febrúar 05, 2010

Vetrarríki

Já það er óhætt að segja að ég er komin í vetrarríkið hér fyrir norðan. Nokkuð langt síðan maður hefur verið í vetri - svo miklum að þarf að kaupa sér auka ullarföt svona til þess að hafa til skiptanna þegar maður þvær ;) því ekki getur maður verið án þeirra.

Annað sem er merki þess að maður er í vetrarríki er það að skafa þarf að bílnum og það stundum tvisvar á dag - á leið í vinnu og eftir vinnu! Úff og púff, svoldið munur frá því að bíða út á stoppistöð og ganga svo inn í "misheita" strætisvagnana.

En það er fallegt hérna - ekki hægt að neita því :)




Mynd af Víti - tekin í dag!

fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Fallegt


Enn einn fallegur dagur í fallegu umhverfi.

miðvikudagur, febrúar 03, 2010

Blíðviðri


Var líka fallegt veður í dag og frekar jólalegt þar sem ég var að ganga í dag. Hressandi gönguferð.

þriðjudagur, febrúar 02, 2010

Mývatnssveit


Svona var nu fallegt veður í dag. Vorum vid Leirhnjúk og myndin er af Hófi. Ekki amalegt ad byrja 'fyrsta' vinnudaginn svona. Var ad vísu vöruð vid ad væri ekki alltaf svona gott veður hér en trúi því ekki ;-)
Það var að vísu 10 stiga frost en króknaði ekki úr kulda!