Verðlaun
Loksins fékk ég verðlaun í árlegu páskafélagsvistinni - reyndar skammaverðlaun en hey verðlaun!
Var hörð samkeppni milli mín og Geirs en ég hafði vinningin. Það var spilað á fimm borðum og mér tókst ekki einu sinni að fara á þau öll - átti eitt borð eftir.
Mér var reyndar gefin fyrstu verðlaunin líka þannig að nú sit ég uppi með tvö páskaegg, fyrstu verðlaun og skammarverðlaunin.
Jæja á eina nótt hérna heima við áður en ég gerist dreifbýlistútta!
sunnudagur, apríl 12, 2009
Birt af Linda Björk kl. 20:32
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Já þetta vissi ég alltaf að þú værir spilafantur ;)
Hm... búin að leggja undir þig Gufuskála ..hvaða herb. varð fyrir valinu ?
Er nokkuð kominn heitur Pottur ??
Var kannski að pæla í að koma í heimsókn í sumar..langar reyndar alltaf í jónsmessugöngu á jökulinn.
Ásta D
öss - fáum engan heita pott... en vildi samt að við fengjum pall fyrir utan. Það væri eðal.
Tók stærsta herbergið uppi - herbergið hans Hákons - hefði viljað hitt (sem þú varst í 2006) en aðeins of lítið miða við draslið sem ég kom með ;)
Skrifa ummæli