Kosningadagur
Jamm þá er hann runninn upp.
Hef á einhverjum bloggum lesið það að ef þessi eða hinn flokkurinn næði völdum að þá mundi viðkomandi flytja úr landi.
Þvílíkt drama og rugl hugsaði ég yfirleitt.
En
Ég hugsa að ef Ástþór Magnússon mundi fá yfirburða kosningu að þá mundi ég alvarlega íhuga það að gera allt sem í mínu valdi til þess að flytja út.
###
Er núna "heima" að reyna að fara að læra - nú þarf að taka þetta með trukki. Þarf ekki að hafa áhyggjur af því að kjósa því það var afgreitt seinustu helgi :)
sé svoldið eftir því að hafa ekki dröslast á myndina Draumalandið seinustu helgi en veit ekki hvenær ég mun koma í bæinn næst og skella mér í bíó.
laugardagur, apríl 25, 2009
Birt af Linda Björk kl. 12:48
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 Mjálm:
Gvuð ég þoli ekki einmitt svona drama hjá fólki... "ef þetta gerist geri ég þetta" og svo eins og "fólk er fífl að kjósa svona en ekki svona" !! kræst, eins og skoðun þín sé miklu betri og skynsamari heldur en...
crap, garg !
hehe - sammála. Hefði svo sem alveg getað verið með áróður en fólk velur eftir sínu höfði,sínum áherslum og hugsjónum.
já maður getur alltaf verið með skot og leiðindi ef fólk gerir ekki það sem maður gerir sjálfur en hlutirnir virka bara ekki þannig. Hver og einn hefur sína skoðun og þó svo að maður sé ekki sammála þýðir ekki að skoðun mans sjálf sé sú eina rétta.
Gillkornið "sem betur fer eru ekki allir eins" er mjög viðeigandi í kringum kosningar sem og annað
Skrifa ummæli