Sjónvarpslaust
jamms sjónvarpslaust kvöld í kvöld.
Byrjaði að snjóa í gærkvöldi í sjónvarpinu - svona allt í einu og upp úr þurru. Þannig að áðan þegar sjónvarpsútsending var frá heimkomu silfurstrákana þá horfði ég á það á netinu en hlustaði á það úr sjónvarpinu. Já einhverja hluta vegna kom ekki hljóð með myndinni á netinu.
Svo skemmtilega vildi líka til að netsjónvarpið var aðeins á eftir þannig að þegar var verið að kynna strákana upp á svið sá ég alltaf einum eftir á....
En þetta er svona víst líka hjá nágrönnunum þannig að ég andaði aðeins léttar.
En já já svo er það víst bara Hornstrandir um helgina.
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
Birt af Linda Björk kl. 19:45
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Gvuð ég fékk alveg í magann þegar að ég las fyrst um að tvið væri farið að sýna snjó... "shit var ég að láta hana fá bilað sjónvarp" en svo andaði ég léttar og magaverkurinn fór þegar að ég las að nágrannarnir glíma við þetta vandamál líka.
yours trúlí
lil sis
hahaha - berð engan hátt ábyrgð á tv-inu ;)
en já eftir mikið fikt við loftnetissnúrur var ég farin smá að pæla hvort þetta væri sjónvarpið en fannst það ólíklegt. Var því mjög fegin að þetta væri svona hjá þeim uppi líka :)
Skrifa ummæli