BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, ágúst 22, 2008

Sigur

Það var nú ekki bara íslenska landsliðið í handbolta sem vann stórsigur í dag á ólympíuleikunum.

Ég vann líka stórsigur.

Ég vann sigur á brekkunni sem mér hefur ekki tekist að hjóla upp þangað til í dag. Að vísu fór sigurinn framhjá flestum nema að sjálfsögðu mér.

Þegar ég mætti svo til vinnu í morgun spurði einn vinnufélaginn hvort ég væri á flotta hjólinu - hún hefur semsagt tekið eftir flotta hjólinu úti hjá hinum hjólunum ;)

Annar vinnufélagi minn nefndi að hjólið mitt væri hippahjól.

Meira af hjólamálum þá var ég bara einungis um 20 mínútur frá vinnunni og niður í skóla en hinsvegar aðeins lengur úr skólanum og heim eða um 30 mínútur. Var grenjandi rigning og gott er að eiga regngalla þá. Spurning hinsvegar hvort þurfi að fjárfesta í gúmmitúttum.

En já frábær sigur hjá handboltastrákunum.

3 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

hóhó spurning hvort ekki þurfi að breyta um nafn á brekkunni...hm... sigurhæð eða Olympusfjallið...;)
kv. Ásta D

Nafnlaus sagði...

hóhó spurning hvort ekki þurfi að breyta um nafn á brekkunni...hm... sigurhæð eða Olympusfjallið...;)
kv. Ásta D

Linda Björk sagði...

snilld Ásta

En þar sem þetta er pínku lítil brekka þá hmmm..... oh well hún mun heita sigurhæð

var reyndar búin að njósna og sá að aðrir gengu með hjólin sín þarna líka upp ;)