Pirringur
Einhver pirringur er að koma hérna upp hjá mér - sem er ekki gott.
Núna er ég ægilega pirruð út í skólann en í gær var semsagt stundaskrá breytt eða tímanum á einu námskeiði sem ég er í - upphaflega var tíminn á miðvikudögum en var breytt í þriðjudaga. Deginum áður en námskeiðið átti að vera.
Finnst þetta alveg hrikalegt virðingaleysi gagnvart nemendum - því í ósköpunum var ekki búið að sjá þetta fyrir? Ég meina ég geri ráðstafanir út frá stundaskránni og reikna með að aðrir geri það líka.
Svo að sjálfsögðu er ég pirruð út í bíla eða ökumenn bíla sem leggja þeim upp á stéttir og hindra för mína.
Er ekki að fíla þetta tillitsleysi.
###
Rakst á um daginn ummæli sem mér finnst flott - veit ekki hver á þau en eru í fyrirlestri sem Stefán Gíslason hjá Environice hélt og ég fann á netinu:
„Enginn gerði stærri mistök
en sá sem gerði ekkert af því
að honum fannst hann geta
gert svo lítið“
Kannski er stærsta umhverfisvandamál heimsins
hvorki gróðurhúsaáhrif, skerðing líffræðilegrar
fjölbreytni eða þrávirk lífræn efni, heldur einfaldlega
sú trú eða skoðun einstaklingsins að það sem hann
gerir eða gerir ekki hafi engin áhrif á heildina.
En sú hugsun einmitt að það taki því ekki gera eitthvað því það hefur ekki áhrif eru mér ekki að skapi - finnst það ótrúlega skammsýn hugsun eitthvað.
Því hvað ef allir hugsuðu svona mundi ekkert gerast - ef allir hugsuðu á hinn veginn og leggja sitt á mörkum þá er það ansi mikið.
þriðjudagur, ágúst 26, 2008
Birt af Linda Björk kl. 20:59
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli