BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Endir

Eftir lestur góðrar bókar sérstaklega þeirra sem halda manni vel við efnið og getur hreinlega ekki lagt frá sér þá verð ég svoldið döpur að leggja hana frá mér þegar ég er búin með hana.

Því þrátt fyrir að vilja klára þá vill maður samt ekki klára.

Er semsagt "döpur" núna.

Var að klára Heritage eftir Judy Nunn, var að lesa til hálf fjögur í nótt og þurfti að pína mig til þess að leggja bókina frá mér því ég átti svo lítið eftir. En náði að klára bókina eftir að ég kom heim úr vinnunni í dag.

Fannst mjög svo viðeigandi að lesa um Snowy Mountains í Ástralíu en þar var byggð stærsta stífla Ástrala.

En vá þessi bók var æði.

Núna þarf ég að komast yfir fleiri bækur eftir þennan höfund.

0 Mjálm: