BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, maí 03, 2008

út að borða

Í gær var farið í langferð, tilgangur þess var að fara út að borða.

Tilefni - svo sem ekkert sérstakt, nema fagna okkur sem er að sjálfsögðu frábært tilefni!

Vegna lítils úrvals af veitingastöðum í höfuðborginni var ákveðið að fara "út á land" nema seinast þegar farið var út að borða var akkúrat líka farið úr höfuðborginni.

Já við styðjum landsbyggðina og olíufélögin.

###

Vegna fríkvöldsins í gær og seint að sofa var ákveðið að sofa út í morgun.

Vaknaði klukkan 7.00 í morgun

En eftir að hafa lesið 24 stundir, horft á smá barnaefni þá tókst að sofna aftur.

Er svo búin að eiga "frídag" í dag - það er að segja, ekkert lært en þess í stað þrifið og þvegið - komin á 3 þvottavélina!

Já námsmannalífið er ljúft!

1 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

þugleg ertu Linda frábæt hjá þér ! þú ættir kannski svo að koma og þvífa tölvuna mína, dóttir mín kórónaði laugardaginn nefnilega með því að hella pepsí ofan í hana svo takkarnir eru frekar klístraðir. HJÁLP!!!!!!!!!!
kveðja Bella