Kona
Það er víst ég - kona.
Voru nefnilega tvær stelpur samferða mér í gær og önnur þeirra sagði í síma að þær hefðu fengið far með konu!
*hrollur*
Er sko engin kona........
Afneitun?
Gæti verið
###
Komu gestir frá Nýja Sjálandi um daginn og ég vildi sko ekki að kallinn hætti að tala. Svo flottur hreimur, konan hans var ekki með eins áberandi hreim. En úff... vildi ekkert að hann færi.
Þetta ýtti svo undir ferðalöngunina - mig langaði svo aftur til Nýja Sjálands og Ástralíu - alveg rosalega mikið.
En svo gerðist spennandi hlutir í gær og komst endanlega á hreint í dag þannig að það er aðeins búið að ýtast til hliðar (ekki mikið samt).
En er komin með semi "framtíðar" vinnu - byrja í júlí og verð eitthvað fram á haust og jafnvel lengur. Tekur tillit til þess að ég sé í námi og geti klárað það.
fimmtudagur, maí 29, 2008
Birt af Linda Björk kl. 10:20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli