Kærasta
Í kvöld var mér tjáð af litla bróður mínum að hann ætti kærustu!
Það er svo sem ekkert sem ætti að koma á óvart....
nema hann er 5 ára og hún 4 ára.
Hann kann líka að leggja saman og var bara nokkuð góður í því.
Hann tjáði mér líka að hann vissi hvað stelpur væri með margar kinnar.
Ég var hissa og spurði hvort strákar og stelpur væru ekki með jafnmargar kinnar!
Neibbs sagði hann og benti mér á staðina þar sem stelpur væri með kinnar.
Hann benti á kinnarnar í andlitinu, rasskinnarnar en ég hef bara aldrei heyrt að píkan væri kallaðar kinnar áður og er enn að velta því fyrir mér hvort þetta sé komið frá einhverjum krökkum í leikskólanum eða frá eldri bræðrum hans.
Eða hafið þið kannski heyrt það áður - stelpur með tveimur fleiri kinnar heldur en strákar?
föstudagur, nóvember 24, 2006
Birt af Linda Björk kl. 23:48
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli