BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Þjóðarsálin

Jæja - ég get ekki orða bundist.

Fór á Þjóðarsálina í kvöld, var jafnvel betri heldur en þegar ég fór á forsýninguna. Fannst ég ná hlutunum betur en hefur kannski hjálpað líka til að ég var búin að tala við einn leikarann um verkið. Sá að var búið að gera nokkrar breytingar. Var reyndar ekki alveg sátt við að minnsta kosti eina.

Var samt ekki alveg tilbúin að fara heim eftir sýningu - dró nefnilega sem flesta úr stórfjölskyldunni með mér og hefði verið alveg til í að setjast niður og ræða sýninguna :)

Fyrsta atriðið eftir hlé gaf mér jafn mikla gæsahúð og þegar ég sá það í fyrsta skipti.

0 Mjálm: