Kærasta
Í kvöld var mér tjáð af litla bróður mínum að hann ætti kærustu!
Það er svo sem ekkert sem ætti að koma á óvart....
nema hann er 5 ára og hún 4 ára.
Hann kann líka að leggja saman og var bara nokkuð góður í því.
Hann tjáði mér líka að hann vissi hvað stelpur væri með margar kinnar.
Ég var hissa og spurði hvort strákar og stelpur væru ekki með jafnmargar kinnar!
Neibbs sagði hann og benti mér á staðina þar sem stelpur væri með kinnar.
Hann benti á kinnarnar í andlitinu, rasskinnarnar en ég hef bara aldrei heyrt að píkan væri kallaðar kinnar áður og er enn að velta því fyrir mér hvort þetta sé komið frá einhverjum krökkum í leikskólanum eða frá eldri bræðrum hans.
Eða hafið þið kannski heyrt það áður - stelpur með tveimur fleiri kinnar heldur en strákar?
föstudagur, nóvember 24, 2006
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Snjór
Fékk tilfinninguna á að ég væri lítil krakki þegar ég vaknaði í morgun. Svo mikil snjór úti og varð svo hissa :)
Ég náttúrulega sé bara í garðinn minn og innkeyrsluna. Snjórinn nær mér að minnsta kosti upp í kálfa. Farin að efast um að ég geti skilað bílnum sem ég er á því veit ekki hvort ég komist út úr innkeyrslunni........
snjór snjór snjór
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Kalt
Hugurinn leitar óheyrilega mikið til Ástralíu í svona veðri.
###
Mér finnst ég sé sólbrennd á fótunum en þetta gerir kuldinn. Búin að vera líka óvenjumikið úti í þessum kulda og það án föðurlandsins!
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
mánudagur, nóvember 13, 2006
Svartsýni
Datt niður í eitthvað ægilegt svarsýniskast í morgun.
Aðalástæðuna að ég varð svona svartsýn er sú að ég svaf ekki vel í nótt, fannst ég reyndar ekkert hafa sofið en það getur varla verið. Því þá væri ég mun þreyttari ;)
En í morgun fannst mér ekkert gæti gengið upp sem ég ætla mér að gera og vissi ekki hvort ég ætti að stíga í hægri, vinstri fót eða snúa mér í hring.
Það örlar enn á því að ég hef ekki hugmynd um hvernig ég eigi að snúa mér í mínum málum.
oh well - það er kannski bara að fara að sofa og mér dettur einhver snilldarlausn í hug.
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Vantar
Vantar sárlega góða bók til þess að lesa.
Bók sem ég get ekki lagt frá mér.
Mig langar að lesa bækurnar hennar Judy Nunn, spurning um að skella sér bara til Ástralíu og ná sér í nokkur stykki :)
oh I wish!
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Þjóðarsálin
Jæja - ég get ekki orða bundist.
Fór á Þjóðarsálina í kvöld, var jafnvel betri heldur en þegar ég fór á forsýninguna. Fannst ég ná hlutunum betur en hefur kannski hjálpað líka til að ég var búin að tala við einn leikarann um verkið. Sá að var búið að gera nokkrar breytingar. Var reyndar ekki alveg sátt við að minnsta kosti eina.
Var samt ekki alveg tilbúin að fara heim eftir sýningu - dró nefnilega sem flesta úr stórfjölskyldunni með mér og hefði verið alveg til í að setjast niður og ræða sýninguna :)
Fyrsta atriðið eftir hlé gaf mér jafn mikla gæsahúð og þegar ég sá það í fyrsta skipti.