Vinnuveitendavæn
Ég er alveg afskaplega vinnuveitendavæn og spurning hvort ég setji þetta ekki bara sem einn af mínum kostum í ferilskrána.
Ég er semsagt vinnuveitendavæn í því formi að ef ég verð veik sem að ég náttúrulega verð ekki þá er ég bara með kvöldveiki. Ég verð slöpp á kvöldin - eftir vinnu, æli jafnvel en er síðan hress morguninn eftir.
En þetta náttúrulega þýðir þá að vaktavinnurnar henta kannski ekki ;) - ef um kvöldveikindi eru að ræða.
###
Annars er skrautlegt heimilislíf hjá mömmu þessa dagana.
Hún býr í 3 herbergja íbúð þar sem núna sofa fimm manns og 2 hundar. Ég "prinsessan" var í þokkabót ein í herbergi þarseinustu nótt en lítur út fyrir að ég muni fara að deila herbergi með bróður mínum - með hann á gólfinu ;)
Meira af hundunum þá er einn þeirra bolabítur og þvílíkt dýr - hann prumpar,hrýtur, ælir og ég veit ekki hvað. Finnst hann líka alltaf vera í fýlu. Kannski líka svona erfitt að brosa með lafandi kinnar.
p.s.
Loksins loksins er ég að setja seinustu myndirnar úr ferðinni á netið!
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Birt af Linda Björk kl. 10:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli