BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Snæfellsnes kvatt

Með brostið hjarta og tár í augum kvaddi ég Snæfellsnesið í dag!

Reyndar ekkert svo dramatískt.

Í stað þess að liggja úti í hrauni í gærkveldi og faðma landið að mér þá hélt ég til Stykkishólms.

Eftir vinnu þá brunuðum ég og Hákon til Stykkishólms þar sem við skelltum okkur í sund, tókum nokkra sundspretti. Ok ég tók nokkra sundspretti meðan Hákon kláraði kílometran. Eftir sundið var síðan haldið á Narfeyrarstofu og þvílíkt gómsætur matur. Sló alveg út grillinu hjá mér í seinustu viku :) - Fékk mér lambalundir með rauðvínssósu.

Síðan var smá göngutúr niður á höfn og ég held ég hafi bara aldrei áður verið í Stykkishólmi í logni. Þvílík blíða. Stykkishólmurinn er líka rosalega fallegur bær og eftir smá rúnt fann ég alveg tilvalna staði til þess að búa á en verst hvað húsin á þeim stöðum voru ljót.

En jæja komin í bæinn!

0 Mjálm: