Notalegt
Fórum í sund á Grundarfirði í gær, fórum svo eftir sundið að fá okkur að borða. Sátum úti í góða veðrinu. Var svo ljúft og gott eitthvað.
Er næstum bruninn í framan og freknunar aukist til muna - iss piss verð ekkert brún í Ástralíu en þegar sólin skín hérna á nesið og þá sprettur þetta framm ;)
Reyndar kannski munurinn núna að ég var ekki með sólarvörn 30 - reyndar ekki fyrr en bara í gær en ekki hina dagana.
Þarf að fara að huga að vinnumálum hjá mér - styttist óðum í að sé búið hérna á nesinu. Er svo ekki að nenna því, hugsa bara um að mig langar að fara eitthvert......
Er að fá góða gesti í heimsókn - reyndar gista á hótelinu en verður gaman að sjá þau!
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Birt af Linda Björk kl. 17:16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli