Afeitrun
4. dagur í kókleysi.
Ógurlega stolt af mér og gærdagurinn var einstaklega erfiður. Það sem mig langaði í kók. Hef ekki enn fundið fyrir neinum ægilegum hausverk, minnsta kosti ekki neinum sem leggur mig í rúmið.
Er samt ekki alveg hætt að drekka kók, ætla bara að reyna halda mig við helgarkók svona eins og helgarnammi.
###
Klúðraði algerlega uppeldinu á systurdóttur minni í gær. Fyrir það fyrsta að hún vildi ekki pelan sinn áður en hún fór að sofa en gott og vel. Fór með hana síðan inn í rúm og var búin að fá þau fyrirmæli að leggja hana niður og fara fram. Eftir smá grátur þá ákvað ég að kíkja á hana og leggja hana aftur niður nema þegar ég ætlaði að fara fram þá var litla hendin hennar að leita að minni.....
Ég meina hver stenst það?
Þannig að ég var inni hjá henni og hélt í hendi hennar meðan hún sofnaði sem tók afskaplegan stuttan tíma.
Hún er svo mikil dúlla.
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
föstudagur, ágúst 25, 2006
Græða - Græðgi
Ákvað að skella mér á megaviku Dominos og fá mér eitt stykki pizzu.
Var búin að ákveða að kaupa mér miðstærð þar sem ég þarf ekki mikið meira. Var í símanum við þann sem tekur á móti pöntunum. Stúlkan sagði síðan það væri sama verð þótt maður kaupi stóra.
Ég vissi það svo sem alveg fyrir en vissi líka að þyrfti ekkert stærra en miðstærð og í raun ekkert stærra en litla en ég hugsaði what the hell.... tek stóra pizzu.
Alltaf er maður að græða!
Af hverju í ósköpunum er maður svona vitlaus?
Því það er alveg vitað ég ét ekki alla pizzuna og minnsta kosti helmingurinn fer í ruslið.
so stupid
Myrkfælin
Hef fundið fyrir smá myrkfælni - það er samt ekki alveg finnst mér rétta orðið. Frekar að einhver sé eða muni koma inn þar sem ég er en býst þó við að tengist kannski eitthvað aðeins myrkrinu þannig að þetta gæti kannski kallast myrkfælni.
Í gær þegar ég fór að sofa þá fann ég einhverja ónótatilfinningu, að einhver óviðkomandi væri inni eða ætti auðvelt með að komast inn. Fann líka fyrir þessu einu sinni eða tvisvar á Gufuskálum þegar ég var ein þar.
Nú man ég ekki eftir að hafa fengið svona áður og er ég farin að tengja það að allt þetta ár hef ég t.d. sjaldnast sofið ein í herbergi. Yfirleitt verið með fullt af fólki í herberginu - reyndar ókunnugu fólki. En æj veit ekki hvað þetta er og kann ekki við það.
Finnst líka pínku skrýtið að vera í íbúð vina minna það er að segja ein þegar ég hef alltaf verið hér þegar þau eru hérna. Finnst þetta ekki alveg passa :) en allt gengið vel þrátt fyrir að aðeins pípt á mig þegar ég kom inn. Smá basl við eldavélina en gekk en kannski það sem kom mest á óvart hversu auðvelt var að finna út með sjónvarið en það getur verið að skrifuðu leiðbeiningarnar hafi hjálpað svona vel. Er líka búin að vera í hálfgerðu Desperate housewifes maraþoni. Minnsta kosti horft á nokkra þætti á dag.
Milli þess sem ég horfi þá pæli ég í því hvað í fjáranum ég eigi að gera af mér í vetur, næsta vetur og veturinn þar eftir........
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Afmælisblogg
Jæja þá er næstsíðasta þrítug í dag og kom hún til Íslands í tilefni dagsins :)
Til hamingju með afmælið Ásdís mín - vonandi nýtur þú Íslandsdvalarinna or afmælisdagins.
###
Af öðru þá er ég svo innilega ekki að nenna að taka strætó. Er orðin of vön bílum og öðrum luxus.
Bara spýta í lófann og halda af stað..............
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Snæfellsnes kvatt
Með brostið hjarta og tár í augum kvaddi ég Snæfellsnesið í dag!
Reyndar ekkert svo dramatískt.
Í stað þess að liggja úti í hrauni í gærkveldi og faðma landið að mér þá hélt ég til Stykkishólms.
Eftir vinnu þá brunuðum ég og Hákon til Stykkishólms þar sem við skelltum okkur í sund, tókum nokkra sundspretti. Ok ég tók nokkra sundspretti meðan Hákon kláraði kílometran. Eftir sundið var síðan haldið á Narfeyrarstofu og þvílíkt gómsætur matur. Sló alveg út grillinu hjá mér í seinustu viku :) - Fékk mér lambalundir með rauðvínssósu.
Síðan var smá göngutúr niður á höfn og ég held ég hafi bara aldrei áður verið í Stykkishólmi í logni. Þvílík blíða. Stykkishólmurinn er líka rosalega fallegur bær og eftir smá rúnt fann ég alveg tilvalna staði til þess að búa á en verst hvað húsin á þeim stöðum voru ljót.
En jæja komin í bæinn!
mánudagur, ágúst 21, 2006
Utanvegsakstur
Er utanvegsakstur komin í tísku?
Mér er spurn.
Finnst það hafa aukist til muna eða sé mun meira af förum utan vegar í þjóðgarðinum heldur en þegar ég var hérna sumarið 2002.
Það sem ég get líka orðið pirruð þegar fólk virðir ekki lokanir og ákveður bara sjálft að taka niður bönd og annað slíkt :( urrrrr
###
Hef verið að pæla í starfsheitum undanfarið og komist að þeirri niðurstöðu að ég er hrifnust af starfsheitum sem byrja á L :)
Langar t.d. að gerast landkönnuður þá náttúrulega ekki í þeirri mynd sem þeir gerðu hérna áður fyrr því hugsa að svona flest lönd séu "fundin/uppgötvuð", svo er ég náttúrulega landvörður og næstum því landfræðingur (spurning hvort það komi einhvern tíman að því).
Verður að viðurkennast að langar lítið til þess að vera læknir eða lögfræðingur.
sunnudagur, ágúst 20, 2006
Fyrst og seinast
Jæja þá er ég búin að fara í seinustu göngu sumarins - en kom enginn. Ég er búin að telja það saman að ég hef gengið með 16 manns í sumar.
###
Ég tók puttaferðalanga upp í bílinn í fyrsta skipti í gær.
Þá er rosa gott að vera með sög og hamar í aftursætinu.
###
Einn dagur í gestastofu eftir.
Þá er bara allt búið.
###
Það er blíða á Snæfellsnesinu.
Mig langar til þess að vera úti
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
Strengir
"Með strengi eftir píparann!"
Var beðin um útskýringu á þessum orðum í gær - en ég var með strengi í gær og það kannski ekki eftir sjálfan píparann heldur klifrið sem átti sér stað með honum deginum áður.
Málið er að ég var send til þess að hitta píparann á Djúpalónssandi til þess að sjá hverju þyrfti að snúa og annað þegar þessi blessaða dæla dettur út. Nema hvað það var flóð og maður kemst ekki að dælunum nema í fjöru. En píparinn hafði sína leið að dælunum og það var að klifra og ég á eftir.... Hann þurfti að hoppa síðan niður á annan stall og ég á eftir... hann var eiginlega komin með mig í fangið áður en ég hoppaði. Eftir að búið var að sýna mér með dælurnar þá þurfti að sjálfsögðu að fara tilbaka. Aftur klifur en fyrsti áfanginn var svoldið hár og á endanum dró píparinn mig eiginlega upp. Þegar komið var á staðinn þar sem hann hoppaði (og ég á eftir) þá klifraði hann upp. Ég ákvað hinsvegar að fara niður!
Eftir þetta klifur mitt fékk ég strengi.
###
Sú fimmta í röðinni er þrítug í dag. Til hamingju með afmæliði Guðmunda mín og vonandi nýtur þú lífsins og dagsins þar sem þú ert stödd. Verð bara að knúsa þig seinna :)
###
Verð með myndasýningu í kvöld fyrir fellow landverði enda á seinasta snúningi með það. Eldaði líka þennan góða grillmat með smá hjálp/afskiptasemi - nah var meiri hjálp heldur en hitt frá einum landvarðana. Erum ekkert búin að grilla í sumar fyrr en í gær.
mánudagur, ágúst 14, 2006
sunnudagur, ágúst 13, 2006
laugardagur, ágúst 12, 2006
Sveitasælan
Jæja - maður er komin aftur í sveitasæluna. Veðrið reyndar ekkert til þess að hrópa húrra yfir.
Er mjög ljúft að vera komin hingað aftur en hinsvegar er alveg ferlega lítil tími eftir hérna eða aðeins 10 dagar.
Aumingjans bróðir minn svaf á gólfinu í herberginu sínu meðan ég tók yfir rúmið hans, viðraði líka bílinn hans annað slagið þar sem annars hefði bara staðið óhreyfður fyrir utan. Bílar eru jú til þess að hreyfa þá ekki satt!
En hann verður heppinn og þegar ég kem tilbaka þá fæ ég húsaskjól í íbúð vinkonu minnar og hennar ektamanns (segir maður ekki svoleiðis?), en ég fór í kennslu í gær heim til þeirra. Fékk kennslu á sjónvarpið, eldavél og opna hurðina og fleira :) Vona að ég muni þetta allt saman þegar ég kem svo í bæinn svo ég seti ekki allt úr lagi.
Tókst loksins að fara í bíó meðan ég var í bænum - komst að því mér til skelfingar að ég hef ekki farið í bíó í 3 mánuði sem er náttúrulega ekki hægt. Var að rifja upp og held ég hafi ekkert farið í bíó í Nýja Sjálandi. Þannig að seinast þegar ég fór í bíó var í Cairns í Ástralíu sem reyndar var í mars þannig að ég hef ekki farið í bíó í 4 mánuði. Þetta er verra en ég hélt!
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Vinnuveitendavæn
Ég er alveg afskaplega vinnuveitendavæn og spurning hvort ég setji þetta ekki bara sem einn af mínum kostum í ferilskrána.
Ég er semsagt vinnuveitendavæn í því formi að ef ég verð veik sem að ég náttúrulega verð ekki þá er ég bara með kvöldveiki. Ég verð slöpp á kvöldin - eftir vinnu, æli jafnvel en er síðan hress morguninn eftir.
En þetta náttúrulega þýðir þá að vaktavinnurnar henta kannski ekki ;) - ef um kvöldveikindi eru að ræða.
###
Annars er skrautlegt heimilislíf hjá mömmu þessa dagana.
Hún býr í 3 herbergja íbúð þar sem núna sofa fimm manns og 2 hundar. Ég "prinsessan" var í þokkabót ein í herbergi þarseinustu nótt en lítur út fyrir að ég muni fara að deila herbergi með bróður mínum - með hann á gólfinu ;)
Meira af hundunum þá er einn þeirra bolabítur og þvílíkt dýr - hann prumpar,hrýtur, ælir og ég veit ekki hvað. Finnst hann líka alltaf vera í fýlu. Kannski líka svona erfitt að brosa með lafandi kinnar.
p.s.
Loksins loksins er ég að setja seinustu myndirnar úr ferðinni á netið!
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Hausverkur
Held mér sér orðið það nokkuð ljóst að ég er orðin háð kókinu (kóka kóla)- drykkinum ekki efninu. Er með enn sem komið er hausverk sem ég held sé vegna kókleysis.
Finnst það ekki gott mál en veit ekki hvort ég ætti að gera eitthvað í því - það er að segja venja mig af gosinu. Sjálfsagt væri náttúrulega best að minnka kókið en held ég sé ekki alveg tilbúin að sleppa því alveg. Ég meina hvað á ég þá að drekka - bara vatn!
Annars er ég yfir mig ánægð þessa dagana að yfirdráttarheimildin mín er bara alveg horfin og vonandi kemur hún ekkert tilbaka.
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Notalegt
Fórum í sund á Grundarfirði í gær, fórum svo eftir sundið að fá okkur að borða. Sátum úti í góða veðrinu. Var svo ljúft og gott eitthvað.
Er næstum bruninn í framan og freknunar aukist til muna - iss piss verð ekkert brún í Ástralíu en þegar sólin skín hérna á nesið og þá sprettur þetta framm ;)
Reyndar kannski munurinn núna að ég var ekki með sólarvörn 30 - reyndar ekki fyrr en bara í gær en ekki hina dagana.
Þarf að fara að huga að vinnumálum hjá mér - styttist óðum í að sé búið hérna á nesinu. Er svo ekki að nenna því, hugsa bara um að mig langar að fara eitthvert......
Er að fá góða gesti í heimsókn - reyndar gista á hótelinu en verður gaman að sjá þau!