BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Uppgjör/samantekt

Ég hef ekki enn gert ferðina mína upp - allavega ekki fyrir lesendur ef einhverjir eru ;)

Ég held að ferðin sé eitt af því besta sem ég hef gert og sé ekki eftir því að hafa farið né eftir peningunum sem fóru í hana.

Ég held ég hafi fengið einna mest út úr Ástralíu, gæti spilað inn í að þar var ég lengst en held líka að stórum hluta að þar fór ég líka út úr borgum og upplifði helling af nýjum hlutum. Upplifði náttúrulega líka helling í Kína en "mistökin" mín þar voru að vera í borgum allan tíman og þar var líka fyrsta landið og maður að þreifa sig meira áfram. Í Nýja Sjálandi var þreyta aðeins farin að segja til sín en þar fannst mér ég vera á sífellum þeytingi til þess að ná að sjá það sem ég vildi helst.

Eitt það sem kom mér mest á óvart er hversu auðvelt þetta var allt saman, fannst voða litlar hindranir á leiðinni og allt gekk nánast eins og í sögu. Ég var reyndar líka búin að undirbúa sjálfa mig undir það að verða kannski einhvern tíman einmana, leið eða álíka og það sem kom einna mest á óvart var einmit ég sjálf. Ég fann ekki fyrir neinu af þessum hlutum sem ég bjóst við það er að segja, var aldrei leið né einmana og var sátt og sæl með allt saman. Hafði meira segja á tímabili áhyggjur af því að finna ekki fyrir depurð eða neinu - hélt að ég væri jafnvel bara tilfinningalaus.

En já mig langar aftur út í svona ferð og jafnvel lengur. Langar að fara til Suðaustur Asíu og er samt eiginlega búin að lofa mér til Gutamala á næsta ári að heimsækja Pétur frænda. Væri síðan gaman að ferðast þaðan og niður til Suður Ameríku og taka þá Mið og Suður Ameríku. Ekki væri heldur verra í leiðinni að fara til Boston að heilsa upp á Maríu frænku. Rússland og löndin í nágrenni eru náttúrulega á óskalisti líka en held það geymist aðeins.

Eina eftirsjáin er sú að hafa ekki byrjað á þessu fyrr............

Annars er merkilegt hvað ekkert getur verið fullkomið og eitthvað þarf alltaf að skyggja á!

En allavega næsta ferð er plönuð og búið að borga staðfestingargjald en það er helgarferð til Barcelona.

En eruð þið með einhverjar hugmyndir um hvert ég ætti að fara næst?

0 Mjálm: