Annar heimur
Þegar ég kom í bæinn aka höfuðborgina þá fannst mér eins og ég væri að koma í annan heim. Svo allt annar taktur sem slær hér heldur en úti á landi eða minnsta kosti þar sem ég dvelst í sumar. Fann líka í fyrsta skipti fyrir stressinu sem er hér í bænum, var aldrei að fatta almennilega hvað fólk var að tala um þegar var að tala um stressið hérna. Áleit alltaf að það væri eiginlega bara það sjálft sem gat látið stressið hafa áhrif á sig eða ekki.
En rosalega er maður eitthvað fljótur að aðlaga sig - er eiginlega strax búin að venjast borginni aftur :)
Ég var að lesa bókina Long way round þar sem Ewan McGregor og Charles Brooman voru að segja frá ferðalaginu sínum um heiminn á mótorhjólunum sínum. Horfið síðan á þættina sem voru gerðir. Þetta gerði ekkert til þess að slökkva á ferðalönguninni - ýtti heldur undir og svo líka að ferðast á þessar slóðir sem þeir voru á.
En það verður að viðurkennast að ég er farin að sakna íbúðarinnar minnar smá pinku pons!
sunnudagur, júlí 16, 2006
Birt af Linda Björk kl. 23:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli