Frí
Hið langþráða frí er loksins komið eftir um 5 vikna törn. Var svoldið langt!
Og heppnin er með mér því enn og aftur hef ég íbúð og bíl. Ekki amalegt það, held til hjá systur minni, fyrsta kvöldið missti ég mig í stöðvaflakki - hef ekki getað flakkað svona mikið milli sjónvarpsstöðva áður.
Annars er systir mín nú ekki alveg í lagi því hún hringdi í pabba til þess að biðja hann um að fylla bílinn svo ég mundi nú örugglega ekki gera það.
Hef svolitlar áhyggjur af því að geta ekki náð að gera allt það sem ég ætlaði mér en með áframhaldandi rigningu þá verður reyndar ekkert úr málningarvinnu á húsinu mínu þannig að planið um að liggja eitthvað í leti mun ábyggilega takast.
laugardagur, júlí 15, 2006
Birt af Linda Björk kl. 09:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli