BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, júlí 21, 2006

Allir með strætó!

Mikið rosalega leiðist mér þessar umræður um strætó núna - sérstaklega náttúrulega þegar ég er með lausnina á þessu öllu saman.

Það náttúrulega sér hver einasti maður það að til þess að laða fólk í almenningssamgöngur þá þurfa þær að vera góðar, skilvirkar og tíðar ferðir. Ef boðið er upp á góðar samgöngur þar sem fólk er fljótt að komast á milli staða, þarf ekki að bíða lengi eftir strætisvagninum eða hvað þá að ganga langa leiðir til þess að taka vagninn að þá ætti þetta að vera fyrir fleira fólk.

Þessi umræða um að hafa frítt í strætó til þess að laða að fleiri eru fáranleg - ég get ekki séð það að ef það er mikið mál og fólk þarf að bíða lengi eftir strætisvagninum að það muni taka hann eitthvað frekar.

Hin leiðin sem væri kannski hægt að fara er sú að fylla allt með einkabílum, gera göturnar troðfullar svo endalausar biðraðir myndist, fólk verði pirrað og hugsi síðan til þess að geti alveg eins tekið strætó og hangið í honum og gert eitthvað "nytsamlegt" meðan það er í umferðasultum.

###

Fékk loksins fólk í óvissuferðina í gær! Jíbbí

Annars hékk ég upp í stiga í fríinu mínu - reyndar bara einn dag af fríinum mínu - þá hékk ég í stiga að mála glugga á 2.hæð í húsinu mínu (aka húsinu þar sem íbúðin mín er). Var svoldið skrýtið að vera þar og geta ekki farið inn í íbúðina sína - en leigjandinn minn er góður og bauð mér að fara inn ef ég þyrfti á klósettið eða fá mér te eða eitthvað, líka grannarnir mínir. Er alveg búin að komast að því að ég á góða granna og sambúðin við þá er bara góð :)

0 Mjálm: