Tónleikar
Yes komst á Sigur rósar tónleika í gærkveldi. Er og var í skýjunum.
Langaði nefnilega svo mikið á tónleikana sem eru á sunnudaginn á Miklatúni/Klambratúni og var næstum orðin bara þunglynd af því að missa af tónleikunum og var svo sannfærð um að þeir mundu ekkert koma á vesturlandið á þessum rúnti sínum.
Var því ægilega hamingjusöm þegar ég fór út í Esso á laugardagskvöldið og það fyrsta sem ég sá var auglýsing um Sigur Rós.
Tónleikarnir voru magnaðir, í einu lagi þá stoppa þeir tónlistaflutninginn (man ekki hvað lagið heitir) og ég var með í maganum yfir því að einhverjir mundu byrja að klappa eða hrópa eitthvað en ekkert slíkt gerðist og áhrifin voru gífurleg - alveg þögn í salnum í pökkuðu félagsheimili.
Tónleikarnir í gær gerðu það enn meira að verkum að mig langar að fara á tónleikana á sunnudaginn!
Þeir voru geðveikir!
þriðjudagur, júlí 25, 2006
laugardagur, júlí 22, 2006
Fjör
Það ríkir sko engin lognmolla hér - enda sjaldnast logn á nesinu ;)
En þegar langfjölmennasti dagur í gestakomu á gestastofunni er - hvað gerist þá?
Einhverjar hugmyndir?
Jú jú - klósettin úti, þau eru stífluð eða rótþróin full eða eitthvað álíka því skálarnar eru bara fullar af vatni.
Gaman gaman
föstudagur, júlí 21, 2006
Allir með strætó!
Mikið rosalega leiðist mér þessar umræður um strætó núna - sérstaklega náttúrulega þegar ég er með lausnina á þessu öllu saman.
Það náttúrulega sér hver einasti maður það að til þess að laða fólk í almenningssamgöngur þá þurfa þær að vera góðar, skilvirkar og tíðar ferðir. Ef boðið er upp á góðar samgöngur þar sem fólk er fljótt að komast á milli staða, þarf ekki að bíða lengi eftir strætisvagninum eða hvað þá að ganga langa leiðir til þess að taka vagninn að þá ætti þetta að vera fyrir fleira fólk.
Þessi umræða um að hafa frítt í strætó til þess að laða að fleiri eru fáranleg - ég get ekki séð það að ef það er mikið mál og fólk þarf að bíða lengi eftir strætisvagninum að það muni taka hann eitthvað frekar.
Hin leiðin sem væri kannski hægt að fara er sú að fylla allt með einkabílum, gera göturnar troðfullar svo endalausar biðraðir myndist, fólk verði pirrað og hugsi síðan til þess að geti alveg eins tekið strætó og hangið í honum og gert eitthvað "nytsamlegt" meðan það er í umferðasultum.
###
Fékk loksins fólk í óvissuferðina í gær! Jíbbí
Annars hékk ég upp í stiga í fríinu mínu - reyndar bara einn dag af fríinum mínu - þá hékk ég í stiga að mála glugga á 2.hæð í húsinu mínu (aka húsinu þar sem íbúðin mín er). Var svoldið skrýtið að vera þar og geta ekki farið inn í íbúðina sína - en leigjandinn minn er góður og bauð mér að fara inn ef ég þyrfti á klósettið eða fá mér te eða eitthvað, líka grannarnir mínir. Er alveg búin að komast að því að ég á góða granna og sambúðin við þá er bara góð :)
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Uppgjör/samantekt
Ég hef ekki enn gert ferðina mína upp - allavega ekki fyrir lesendur ef einhverjir eru ;)
Ég held að ferðin sé eitt af því besta sem ég hef gert og sé ekki eftir því að hafa farið né eftir peningunum sem fóru í hana.
Ég held ég hafi fengið einna mest út úr Ástralíu, gæti spilað inn í að þar var ég lengst en held líka að stórum hluta að þar fór ég líka út úr borgum og upplifði helling af nýjum hlutum. Upplifði náttúrulega líka helling í Kína en "mistökin" mín þar voru að vera í borgum allan tíman og þar var líka fyrsta landið og maður að þreifa sig meira áfram. Í Nýja Sjálandi var þreyta aðeins farin að segja til sín en þar fannst mér ég vera á sífellum þeytingi til þess að ná að sjá það sem ég vildi helst.
Eitt það sem kom mér mest á óvart er hversu auðvelt þetta var allt saman, fannst voða litlar hindranir á leiðinni og allt gekk nánast eins og í sögu. Ég var reyndar líka búin að undirbúa sjálfa mig undir það að verða kannski einhvern tíman einmana, leið eða álíka og það sem kom einna mest á óvart var einmit ég sjálf. Ég fann ekki fyrir neinu af þessum hlutum sem ég bjóst við það er að segja, var aldrei leið né einmana og var sátt og sæl með allt saman. Hafði meira segja á tímabili áhyggjur af því að finna ekki fyrir depurð eða neinu - hélt að ég væri jafnvel bara tilfinningalaus.
En já mig langar aftur út í svona ferð og jafnvel lengur. Langar að fara til Suðaustur Asíu og er samt eiginlega búin að lofa mér til Gutamala á næsta ári að heimsækja Pétur frænda. Væri síðan gaman að ferðast þaðan og niður til Suður Ameríku og taka þá Mið og Suður Ameríku. Ekki væri heldur verra í leiðinni að fara til Boston að heilsa upp á Maríu frænku. Rússland og löndin í nágrenni eru náttúrulega á óskalisti líka en held það geymist aðeins.
Eina eftirsjáin er sú að hafa ekki byrjað á þessu fyrr............
Annars er merkilegt hvað ekkert getur verið fullkomið og eitthvað þarf alltaf að skyggja á!
En allavega næsta ferð er plönuð og búið að borga staðfestingargjald en það er helgarferð til Barcelona.
En eruð þið með einhverjar hugmyndir um hvert ég ætti að fara næst?
mánudagur, júlí 17, 2006
Vonsvikin
Í gær var ég að kaupa mér bók um Barcelona á amazon.com í leiðinni ætlaði ég mér að kaupa bækur eftir ástralskan höfund sem mér líkar mjög vel við. Mér til mikilla vonbrigða voru þessar bækur ekki til á lager hjá þeim eða álika.
Ég ákvað síðan að prófa googla höfundinn og fékk heimasíðuna hennar Judy Nunn þar sem var líka vísað á bókabúðir þar sem hægt væri að kaupa bækurnar hennar. Núna er ég að velta fyrir mér hvort ég ætti að kaupa bækur frá bókabúð í Ástralíu - líka þar sem það kostar sitt. Það kostar 20 ozzi dollara fyrir að senda eina bók og svo bættist við 7,5 dollarar við hverja bók sem mér finnst svoldið mikið. Veit ekki hvað ég á að gera :(
En þetta voru mikil vonbrigði að geta ekki keypt frá amazon. Ég var nefnilega búin að leita að þessum höfundi í bókabúð út í New York og svo bara í flugvallabókabúð á Stansted í London.
sunnudagur, júlí 16, 2006
Annar heimur
Þegar ég kom í bæinn aka höfuðborgina þá fannst mér eins og ég væri að koma í annan heim. Svo allt annar taktur sem slær hér heldur en úti á landi eða minnsta kosti þar sem ég dvelst í sumar. Fann líka í fyrsta skipti fyrir stressinu sem er hér í bænum, var aldrei að fatta almennilega hvað fólk var að tala um þegar var að tala um stressið hérna. Áleit alltaf að það væri eiginlega bara það sjálft sem gat látið stressið hafa áhrif á sig eða ekki.
En rosalega er maður eitthvað fljótur að aðlaga sig - er eiginlega strax búin að venjast borginni aftur :)
Ég var að lesa bókina Long way round þar sem Ewan McGregor og Charles Brooman voru að segja frá ferðalaginu sínum um heiminn á mótorhjólunum sínum. Horfið síðan á þættina sem voru gerðir. Þetta gerði ekkert til þess að slökkva á ferðalönguninni - ýtti heldur undir og svo líka að ferðast á þessar slóðir sem þeir voru á.
En það verður að viðurkennast að ég er farin að sakna íbúðarinnar minnar smá pinku pons!
laugardagur, júlí 15, 2006
Frí
Hið langþráða frí er loksins komið eftir um 5 vikna törn. Var svoldið langt!
Og heppnin er með mér því enn og aftur hef ég íbúð og bíl. Ekki amalegt það, held til hjá systur minni, fyrsta kvöldið missti ég mig í stöðvaflakki - hef ekki getað flakkað svona mikið milli sjónvarpsstöðva áður.
Annars er systir mín nú ekki alveg í lagi því hún hringdi í pabba til þess að biðja hann um að fylla bílinn svo ég mundi nú örugglega ekki gera það.
Hef svolitlar áhyggjur af því að geta ekki náð að gera allt það sem ég ætlaði mér en með áframhaldandi rigningu þá verður reyndar ekkert úr málningarvinnu á húsinu mínu þannig að planið um að liggja eitthvað í leti mun ábyggilega takast.
laugardagur, júlí 08, 2006
Buhhuu
Ég sit eftir með sárt ennið á gestastofu meðan samstarfsfélagarnir fóru á Fjöruhúsið að fá sér hádegismat!
En þeim er svo sem fyrirgefið því eftir löngu gönguna komu þau með nammi handa mér þannig að núna er komið að mér að kaupa laugardagsnammið.
Allt í föstum skorðum hér á bæ ;)
föstudagur, júlí 07, 2006
Leiðrétting
Það var víst ekki alveg rétt hjá mér þegar ég sagði að fyrsta gangan mín hefði verið á sunnudaginn, þetta var í rauninni sú önnur en sú fyrsta sem fólk kom í :) - en núna er ég búin að vera með samtals 4 göngur en aðeins einu sinni fólk komið með mér.
Fer í svo fimmtu á sunnudaginn og vonandi kemur fólk þá.
Er svo farin að telja dagana niður í frí - er orðin þreytt og þrá að vera bara dag þar sem ég geri ekki neitt.
sunnudagur, júlí 02, 2006
Lúin
Það er ekki laust við að ég sé orðin smá lúin eftir þessa vinnutörn en það eru samt enn um 12 dagar þangað til ég fer í frí - nú þegar búin að vera vinna í um 20 daga.
Fyrsta gangan mín er búin - öll á ensku. Voru mjög áhugasöm um plöntur og vissu mikið meira um þær heldur en ég þannig að fræðslan var í því tilviki eiginlega öfug. Komst síðan að því að maðurinn var líka jarðfræðingur í þokkabót. En þau voru mjög indæl og var mjög fín ganga. Fegnust því að hafa ekki þurft að hafa hana bæði á íslensku og ensku.
Er ein "heima" þessa dagana - það er líka voða ljúft, sé það alveg að með einverunni þá fer ég mikið fyrr upp í rúm heldur en þegar hinir eru. Saknaði þó þess í gær að þegar ég kom heim í gær eftir gestastofuna að það var enginn matur tilbúin og ég þurfti að gera þetta sjálf. Sofnaði líka í sófanum meðan ég var að bíða eftir lasagna inn í ofninum og var næstum búin að brenna það en það kom ekki til þess.