Sambúð
Sambúðin gengur bara nokkuð vel - og er bara eiginlega nokkuð notalegt að hafa félagsskap svo ég tali nú ekki um að við munum skiptast á að elda sem er þvílíkur munur.
Ég er hinsvegar ekkert hrifin af þessum kulda sem er búin að vera hér - sko ekki par sátt. Í rokinu í gær þá vorum við að reyna eiga við klósettin á Djúpalónssandi, koma þeim aftur í gang. Svo líka þessi skemmtilegheit en það sprakk á jeppanum. Ég er líka þvílíkt fegin að hafa ekki verið ein þá en í sameiningu og með einu simtali til þess að komast að því hvernig hægt væri að fá varadekkið undan bílnum þá tókst að skipta um það og koma á dekkjaverkstæðið.
Þannig að næst þegar springur og ég er ein - jamm ætti að takast ;) - nema ef ég geti ekki losað um rærnar.
Yrði svo týpískt að springi síðan næst á hinum tveimur bílunum ;) bara svo maður geti fattað allt upp á nýtt aftur!
þriðjudagur, júní 13, 2006
Birt af Linda Björk kl. 15:57
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli