Rebbar
Sá tvo rebba í gærmorgun þegar ég var að keyra yfir á gestastofuna.
Annar þeirra var hvítur og ég sá hann hlaupa yfir veginn og hringa sig svo niður, ég stöðvaði bílinn til þess að fylgjast með. Hann hringaði sig niður og ábyggilega alveg sannfærður um það að ég sæi hann ekki. Í eitt augnablik hélt ég líka að þarna væri selur komin og hugsaði hver fjárinn selur væri að gera svona langt upp á landi. Andlitið var eitthvað svo selslegt.
En þegar rebbi litli uppgötvaði það að ég var að fylgjast með honum og sæi hann alveg þá tók hann til fótanna og hvarf upp í móa.
Í morgun var svo Tjaldur einn með hávaða fyrir utan gestastofuna - ég heyrði þennan hávaða og ákvað að athuga málið því þessi fuglahljóð tilheyra ekki myndbandinu sem er sífellt í gangi. Í smástund hélt ég að fuglinn væri inni svo mikil var hávaðinn í honum en þegar ég kíkti út sá ég tjaldinn vera glápa inn um rúðuna. Þetta er sennilegast sami Tjaldur og var víst hérna í fyrrasumar en hann sá spegilmynd sína í glugganum og hefur eflaust verið að reyna að gera sér til við skvísuna sem hann sá þar og skilur eflaust ekkert í því hversu þurrkuntuleg hún er við hann að svara ekki neinu.
En ojá - skítaveður og maður fegin að vera húsvörður í stað landvörður þegar svona er, ef veðrið fer ekki að batna þá hugsa ég haldi bara aftur til Ástralíu!
fimmtudagur, júní 01, 2006
Birt af Linda Björk kl. 12:44
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli