BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, júní 24, 2006

Jónsmessugangan

Jæja fyrri hluta jónsmessugöngunnar lokið. Ég hafði það af, reyndar svoldið illt í löppum í dag og þreytt!

Lukum við gönguna aðeins fyrr en áætlað var þrátt fyrir smá slór og útidúra sem þýðir að ég komst aðeins fyrr upp í rúm eða um þrjúleytið í nótt.

Þurfti síðan að vakna í morgun til þess að koma mér á gestastofuna meðan hinir gátu sofið aðeins lengur.

Annars gat ég ekki munað eftir öllu í morgun og lítur út fyrir að ég hafi gleymt gönguskónum mínum heima - ekki nema ég hafi gert þetta svona ómeðvitað svo ég mundi nú ekki ganga í dag ;) - en mun biðja þau að kippa með sér skónum mínum hingað. Var reyndar líka búin að leggja inn pöntun um nammi sem þau mundu færa mér í dag. Spurning hvort þau muni eftir því.

boy ég er þreytt - væri svo til að liggja bara upp í rúmi.

föstudagur, júní 23, 2006

og

Er mér greinilega mjög ofarlega í huga sambýlið sem ég á við samstarfsfélagana.

Var að hugsa um daginn að núna eiginlega í marga mánuði hef ég alltaf borðað morgunmat - eitthvað sem ég gerði örsjaldan áður fyrr.

Hafði heldur ekkert pælt í því fyrr en núna um daginn að ég borða alltaf morgunmat og í flestum tilfellum með sambýlingum mínum. Við gefum okkur yfirleitt ágætis tíma fyrir morgunmat og svo er smurt nesti eða kannski aðalega þeir sem fara á gestastofuna.

En þetta er afskaplega indælt að borða morgunmat saman - eitthvað sem ég er svo ekki vön.

Ég er samt greinilega skotmarkið hérna - eða hef verið undanfarnadaga. Mér varð það á orði um daginn að það væri aldrei síminn til mín þannig að ég nennti ekki að svara í hann. Nema hvað þá var síminn akkúrat til mín næstu tvö skiptin. Þannig að núna er ég sérstaklega spurð líka hvort megi nota símann hvort ég eigi ekki von á símtali.....

Þegar ég ásakaði líka einn vinnufélagan í morgun að hann væri ábyggilega með einn af húslyklunum sem við vorum að leita að þá kom það skot að þegar ég segði honum að hoppa þá spyr hann hversu hátt -

Eykst íbúafjöldinn í íbúðinni um helgina eða sunnudagin - þá bætast við 2 í 2 nætur þannig að við erum sex í íbúðinni.

Oh well - gott blaður um ekki neitt. Annars veit ég ekki hvernig ég mun fara að - er nefnilega um sjö tíma ganga í kvöld sem byrjar um hálf átta og er til hálf þrjú í kvöld og ég er nú þegar orðin þreytt!

zzzzzz

miðvikudagur, júní 21, 2006

Sól

Sólin skín hérna á nesinu í dag :) og komst upp í tveggja stafa hitatölu í dag.

Er ekkert smá heppin að ég var ekki föst á gestastofunni - byrjaði á því að ganga Arnarstapa-Hellnar og var svo sniðug að láta hinn landvörðinn (sem ég var að keyra á gestastofuna) taka bílinn yfir á Hellnar.

Fékk svo mútur í dag - eða gæti litið svo á að það hefði verið svo. Þegar ég var að þrífa klósettin á Djúpalónssandi var maður sem kom og færði mér litla áfengisflösku!

Gleymdi síðan alveg að minnast á að það var refaskoðunarferð seinasta sunnudag sem heppnaðist svona rosa vel. Sáum tófuna koma með fugl í kjaftinum til þess að færa yrðlingunum og svo komu yrðlingarnir út að viðra sig og þeim var greinilega nákvæmlega sama um okkur. Þannig að við sátum bara í hrauninu og fylgdumst með yrðlingunum og tófunni.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Bleh

Svo sem ekkert að frétta héðan. Fékk góða hvíld frá gestastofu og gat nýtt tíman í rakstur, gönguferðir, klósettvesen og fleira.

Framundan lítur út fyrir að verði brjálað að gera - jónsmessugangan sem er bæði á föstudags og laugardagskvöldinu. Síðan er afmæli þjóðgarðsins 28. júni, skyndihjálparnámskeið og svo byrja föstu göngurnar í næstu viku.

Sambúðin gengur enn bara fínt - það besta við hana er eldamennskan. Jamm við skiptumst á að elda. Það er svo gott að þurfa ekki sjálfur að hugsa um hvað eigi að elda og þurfa síðan að elda það.

Ég er enn að bíða eftir sumrinu sem virðist ekkert ætla að koma!

miðvikudagur, júní 14, 2006

Átök

Maður er bara í sífellum átökum við veðurguðina hér.

Í morgun reyndu þeir sitt besta til að koma mér út af veginum þegar ég var að keyra á milli.

Ég hafði betur að þessu sinni!

þriðjudagur, júní 13, 2006

Sambúð

Sambúðin gengur bara nokkuð vel - og er bara eiginlega nokkuð notalegt að hafa félagsskap svo ég tali nú ekki um að við munum skiptast á að elda sem er þvílíkur munur.

Ég er hinsvegar ekkert hrifin af þessum kulda sem er búin að vera hér - sko ekki par sátt. Í rokinu í gær þá vorum við að reyna eiga við klósettin á Djúpalónssandi, koma þeim aftur í gang. Svo líka þessi skemmtilegheit en það sprakk á jeppanum. Ég er líka þvílíkt fegin að hafa ekki verið ein þá en í sameiningu og með einu simtali til þess að komast að því hvernig hægt væri að fá varadekkið undan bílnum þá tókst að skipta um það og koma á dekkjaverkstæðið.
Þannig að næst þegar springur og ég er ein - jamm ætti að takast ;) - nema ef ég geti ekki losað um rærnar.

Yrði svo týpískt að springi síðan næst á hinum tveimur bílunum ;) bara svo maður geti fattað allt upp á nýtt aftur!

laugardagur, júní 10, 2006

Blaður

Fór suður um daginn í frí.

Megnaði að gera ýmislegt - fór í brúðkaup, innflutningspartý, hitting, saumaklúbb og hádegismat.

Finnst það nokkuð gott afrek!

Mér var hleypt áðan útaf gestastofunni til þess að fara í fuglaskoðunarferð. Var gott að komast út þrátt fyrir rigningu, áttum líka starfsfólkið góða stund að skoða fuglalífið. Fylgdumst þar með einum silfurmávi ræna sér svartsfuglseggi og gæða sér á því og svo öðru.

Sit reyndar núna blaut á gestastofunni - var ákveðið action meðan ég var í burtu í fríi og var aftur núna í morgun. Endalaust drama hérna á nesinu ;)

Er búið að ákveða næstu utanlandsferð - fer í haust! Jíbbíi

Reyndar bara stutt ferð - helgarferð.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Rebbar

Sá tvo rebba í gærmorgun þegar ég var að keyra yfir á gestastofuna.

Annar þeirra var hvítur og ég sá hann hlaupa yfir veginn og hringa sig svo niður, ég stöðvaði bílinn til þess að fylgjast með. Hann hringaði sig niður og ábyggilega alveg sannfærður um það að ég sæi hann ekki. Í eitt augnablik hélt ég líka að þarna væri selur komin og hugsaði hver fjárinn selur væri að gera svona langt upp á landi. Andlitið var eitthvað svo selslegt.
En þegar rebbi litli uppgötvaði það að ég var að fylgjast með honum og sæi hann alveg þá tók hann til fótanna og hvarf upp í móa.

Í morgun var svo Tjaldur einn með hávaða fyrir utan gestastofuna - ég heyrði þennan hávaða og ákvað að athuga málið því þessi fuglahljóð tilheyra ekki myndbandinu sem er sífellt í gangi. Í smástund hélt ég að fuglinn væri inni svo mikil var hávaðinn í honum en þegar ég kíkti út sá ég tjaldinn vera glápa inn um rúðuna. Þetta er sennilegast sami Tjaldur og var víst hérna í fyrrasumar en hann sá spegilmynd sína í glugganum og hefur eflaust verið að reyna að gera sér til við skvísuna sem hann sá þar og skilur eflaust ekkert í því hversu þurrkuntuleg hún er við hann að svara ekki neinu.

En ojá - skítaveður og maður fegin að vera húsvörður í stað landvörður þegar svona er, ef veðrið fer ekki að batna þá hugsa ég haldi bara aftur til Ástralíu!