Það líður...
Jamm tíminn líður alveg ótrúlega hratt. Hélt einmitt að mundi ekkert líða þessir 3 mánðuri sem ég átti eftir í vinnunni þegar ég sagði upp. En núna er einungis einn mánuður eftir og tveir búnir. Finnst eins og það hafi næstum því bara verið í seinustu viku sem ég sagði upp. Ótrúlegt alveg hreint.
Er ein og hálf vika eftir í vinnu nr. 2 og 4 vikur í vinnu nr. 1
Sem er bara ótrúlega fínt - það versta er að það sem var orðið alveg ákveðið er í upplausn og enn ekkert í sjónmáli hvað verður gert á nýju ári!
Það er ekkert að pirra mig neitt óheyrilega en vil samt fá hlutina á hreint og hætta að vera í þessari óvissu (sem nb er ekki slæm óvissa). Langar bara að fá á hreint hvað ég geri í janúar. Því eins og er þegar allt er í biðstöðu þá get ég ekki mikið gert. Jú gæti lesið meira um Kína en vil það samt ekki ef ég skyldi síðan ekki fara... bleh.
oh well maður verður víst bara að lifa við þetta.
í biðstöðu
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
í vinnunni....
.....er gaman ..... allir leika saman.....
Linda Björk:
Your Japanese Name Is... |
vargur
Your Japanese Name Is... |
vantaði kannski frekar kínverskt nafn.... hmm...
jihahaha
mánudagur, nóvember 28, 2005
Sigur Rós
Þeir í Sigur Rós ullu ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn og var stórfenglegt að horfa á þá (þegar ég sá á sviðið) og hlusta.
Það sem olli mestu vonbrigðum voru aðrir tónleikagestir - vorum staðsett hjá unglingahóp sem virtist ekki vera fara á tónleikana til þess að njóta þeirra - bara til þess að fara á tónleika til þess að fara á tónleika. Fyrir utan það að tala stundum svoldið mikið þannig að þyrfti að biðja þau um að lækka í sér þá var ein stelpan að gera mig vitlausta með sífelldum myndatökum. Hún gerði ekkert annað en taka myndir og líta svo á vélina og taka aftur.
Ég er alveg fylgjandi því núna að banna myndavélar og síma á tónleikum - því ljósin á báðum þessum tækjum fer verulega í augun á manni.
Einnig var pirrandi þegar kom smá "stopp" í lagið en það var ekki búið og sumir byrjuðu að klappa en ok föttuðu að lagið var ekki búið að þá þurfti einhver að öskra sem bara engan vegin á við. Í seinna skipti sem þetta kom þá var þögn og komu áhrifin sem maður vildi - beið spenntur eftir næstum tónum.
Þess fyrir utan þá átti þetta svo að vera sitjandi tónleikar - þá held ég að maður hafi sloppið að mestu við svona pirrandi tónleikagesti. Svo hefði það líka verið svo gott fyrir svona aðila eins og mig ;) sem sáu ekki vel á sviðið. Fékk samt nokkrum sinnum "upplyftingu" þannig að sá betur í sviðið í smá stund.
Jæja búin að kvarta og aftur að tónleikum. Þeir eru æði!
Það er bara ekki annað hægt að segja og með frábæra sviðsframkomu - mér fannst rosalega flott þegar þeir fara af sviðinu hver af öðrum en áfram halda tónarnir að heyrast.
draumur í dós
laugardagur, nóvember 26, 2005
Erotic Thriller |
You've made your own rules in life - and sometimes that catches up with you. Winding a web of deceit comes naturally, and no one really knows the true you. Your best movie matches: Swimming Pool, Unfaithful, The Crush |
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Eitt orð!
Sendi um daginn tölvupóst til vina, kunningja og ættingja um að lýsa mér í einu orði. Veit það getur verið óskemmtilegt að fá svona póst um að lýsa einhverjum en það er stórskemmtilegt að fá þá til baka með einu orði um mann.
Hér eru orð sem komu sem eru til að lýsa mér:
frábær, gyðja, sérvitur, frábær, góð!, lágvaxin, lítil, bros.
Takk fyrir þau ykkar sem sendu mér :) en eitt fannst mér stórskemmtilegt en það er orðið sérvitur.... langar mikið til þess að forvitnast meira um það hehehe hver meiningin á bak við það er ;)
takk takk
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Kalt
Það er hrikalega kalt hérna í vinnu nr. 2 - við erum að tala um það að úlpan er á lærunum, húfan á hausnum og vettlingar á höndum. Rétt svo tek vettlinga af til þess að hringja og pikka á lyklaborðið ef þess þarf.
Þrátt fyrir að vera þekkt kuldaskræfa þá er ég ekki sú eina - því fleiri sitja hérna í úlpunum sínum. Kannski ekki margir með húfur... en í úlpum.
urr - hætti kannski ef tennurnar fara að skjálfa þannig að viðskiptavinurinn skilji mig ekki!
brrrr
Fokið
Hárið fokið - fyndin þessi andartök þegar maður vaknar morgunin eftir og fattar að hárið er ekki þar. Líka í sturtunni og maður er að setja sjampó í hárið að maður hefur voða lítið hár til þess að setja sjampóið í og þar af leiðandi með alltof mikið. En alveg rosalega þægilegt þegar á að þurrka hárið :)
Er búin að bæta við mig einu kvöldi í vinnu nr. 2 fram að jólafríi - þannig að ég er 3 kvöld í viku næstu 3 vikur.
Er eitthvað voða þreytt í dag en sofnaði samt ekki svo seint í gær!
keep it going
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Sjokkerandi
Ég var frekar sjokkeruð áðan vegna fordóma - minna eigin fordóma!
Í dag (mánudag) var forsíða DV af ungum manni. Í fyrirsögn var sagt verkfræðingur sem er nauðgari eða eitthvað álíka og var hann nýlega dæmdur fyrir slíkt.
Fordómar mínir stöfuðu af því að ég leit á myndinni og hugsaði nah... getur ekki verið - þetta er ungur og myndarlegur strákur!
Halló er ekki í lagi Linda - ekki láta útlitið blekkja og svo er sagt að útlit hafi ekki áhrif - my ass. Oft hef ég líka verið talsmaður þess að útlit eigi ekki að hafa áhrif og allt það bullshit og svo kemur þetta svona hressilega aftan að mér.
jáhá
föstudagur, nóvember 18, 2005
Neeiiiiiii
Gat verið - gat verið........ ansans...
Starfið sem mig langar í er loksins aftur auglýst til umsóknar, damn. Hvað í helvítinu á ég að gera. Sækja um og ef ske kynni að ég fengi starfið (er ekki vongóð) að fórna þá draumnum mínum fyrir starfið sem mig langar í..... ansans.
Ansans, var að vonast til þess að þetta mundi ekki gerast alveg strax úr því ég var búin að ákveða mig að fara í ferðalagið.....úfff... ansans.
shit - hvað á ég að gera????
í klemmu
Bakfall
Jæja komin smá bakföll í ferðina mína - var að koma í ljós að Íslendingar geta ekki fengið working holiday visa í Ástralíu. Ég sem hélt að Íslendingar gætu allt....
Ef einhver veit um einhverja leið þá eru allar ábendingar vel þegnar.
Ég verð því víst bara halda fast í budduna í Ástralíu og prófa bara í Nýja Sjálandi í staðinn.
Eru ákveðin vonbrigði en læt ekkert svona stoppa mig.
keep on going..
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Sprautur
Jæja þá eru sprauturnar búnar - fékk seinni skammtinn í dag. Finnst mér hafa fengið hina fínustu þjónustu í heilsugæslunni minni og farin kannski smá að sættast við hana þrátt fyrir að heilsugæslan er langt langt í burtu.
Sýndi mikin dugnað á mánudag að annað eins hefur bara ekki heyrst,sést eða hvað þá annað. Hélt áfram með það á þriðjudeginum og gekk í augun á vinkonunum - um að gera líka :)
Held ég sé enn þreytt eftir þennan dugnað hahahah. Mun jafna mig um helgina.
Jæja komi tími á að hætta hér og fara í hina vinnuna.
þangað til næst
sunnudagur, nóvember 13, 2005
Næturgestur
Ég hafði fyrst formlega næturgestinn minn í nótt - að minnsta kosti minnist ég þess ekki að hafa haft næturgest eftir að ég flutti....
En næturgesturinn var til fyrirmyndar en þurfti þó að hafa aðeins fyrir næturgestinum og vaknaði nokkrum sinnum í nótt til þess að gera.......... pela!
Jamm systurdóttur mín var hjá mér í nótt og var bara gott að hafa hana og getað knúsað hana þrátt fyrir að hafa tekið mig um klst að svæfa hana um fimm í nótt.
En meira er búið að gerast um helgina en það var t.d. klárað að flísaleggja :) er ekkert smá ánægð með það. Þannig að þetta er allt að koma - ég er samt svo vonlaus að var ekki einu sinni til almennilegt kaffi fyrir flisalagningarmenn að pabbi var komin með kaffi á brúsa til þess að fá sér..... öss :( en hvað getur maður gert þegar maður drekkur ekki kaffi og vinirnir ekki heldur.
over and out
föstudagur, nóvember 11, 2005
Íbúð til leigu
Ég er að leita eftir leigjanda að íbúðinni minni - þannig að ef þú veist um einhvern sem er að leita að íbúð á besta stað í bænum í einhverja mánuði þá gæti íbúðin mín bara verið svarið
Þetta er 2ja herbergja íbúð 46 fm2 að stærð og leigist út frá Janúar 2006 út ágúst 2006.
íbúðin leigjist út með húsgögnum og er staðsett á Rauðalæk. Íbúðin er með sérinngangi.
Leiga á mánuði er 70 þús með hita, rafmagni og hússjóði.
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Sniðugt
Var að bæta við tveimur myndum í myndaalbúmið - í ýmislegt. Myndir sem Ellen systir sendi mér.
Verð líka að benda á sniðuga heimasíðu en það er bakpokinn - er búið að bæta við í linkunum mínum líka en sjá http://bakpokinn.com
Hver hefði getað trúað því að séu 25 ár á milli...... ekki ég :)
have fun
Sjónvarpsþættir
Eins og sjónvarpstþættir geta nú verið vitlausir og oft einhver mistök og annað sem gerist í þeim þá finnst mér alltaf gaman að finna eitthvað sem er svo absúrd/fáranlegt.
CSI- Það er alltaf verið að stöglast á því hvort sem það er CSI eða CSI New York að sönnunargögn eru alltaf á vettvangi. Finna hár, húðfrumur og bara you name it á vettvangi. Þar af leið finnst mér stórmerklegt alltaf hreint að þegar þau mæta á vettvang er hárið ekki coverað með hárneti, eru í sínum borgarlega fötum þar sem gæti falist ýmislegt í, eru mjög oft léttklædd þannig að dauðar húðfrumur gætu dottið af á vettvangi. Af hverju eru þau ekki í einhverjum galla svo þau spilli ekki vettvanginum svo ég tali nú ekki um hárið :) en yrði kannski leiðinlegra að sjá ekkert bert hold!
OC- Það er nú ýmislegt í þessum þáttum en best fannst mér um daginn þegar hjónin Sandy og Kirsten áttu 20 ára brúðkaupsafmæli og kellan enn ekki búin að fatta að þetta er greinilega hlutur sem hann man ekki - eftir 20 ár. Halló og vera fúl og hann að reyna bjarga sér með því að ljúga sig úr hlutunum.... merkilegt. Það fannst mér alveg hillarius.
ER- Finnst alltaf jafn skondið að í aðgerðum sem eru gerðar á skurðstofunni að læknarnir eru í sloppum og "sótthreinsuðum" en alltaf getur hinn almenni borgari verið síðan á skurðstofunni í sínum fötum og fyrir læknunum.
Man ekki eftir fleiri í bili - en gott að geta skemmt sér yfir einhverju :)
hahaha
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Geðveikt
Það var byrjað að flísaleggja hjá mér í dag og verður að öllum líkindum klárað á morgun. Geðveikt!
Er búin í vinnu nr. 2 - úrtak kláraðist... fínt að vera búin snemma....
frábært
mánudagur, nóvember 07, 2005
Sprautur
Jiii - þetta er allt að fara að kikka inn. Fer í fyrstu sprautu á fimmtudaginn. Þarf að vera búin að fá þær 4 vikum áður en ég fer.
Þarf gegn mænusótt, stífkrampa og lifrabólgu A - síðan þarf að athuga þegar ég kem hvort þurfi líka fyrir taugaveiki og kóleru.
Ætla síðan að fara leggja lokahönd á áætlun með flugið og panta miðann.
Þetta er bara sennilegast að verða að veruleika.
nálar... jeei
Fyrirlestur
Hið árlega gestgjafamót var um helgina í vinnunni. Var mjög fínt og alltaf gaman að sjá fólkið sem maður er í samskiptum við út á landi.
Nema Jón Gnarr var með fyrirlestur sem var hinn fínasti um viðskiptavininn. Svo tók hann sögu sem að ég held var í kristilegu samhengi en þrátt fyrir það var sagan hin fínasta og ákvað að segja hana hér...
Það var eitt sinn maður sem bað til guðs að þegar hann svæfi um nóttina að sýna sér muninn á himnaríki og helvíti.
Um nóttina birtist engill sem tók hann í burtu og fór með hann í herbergi þar sem var fullt af fólki. Fólkið inn í herberginu var mjög vansælt og óhamingjusamt, var vannært o.s.frv. Í miðju herbergisins var pottur sem kraumaði á eldi. Fólkið var í kringum pottinn og með stórar skeiðar. Það tók skeiðina og setti í pottinn - nema þegar það ætlaði að setja skeiðina upp að munninum þá tókst það ekki því skeiðin var svo stór að þau hittu ekki.
Þetta var helvíti.
Engillinn fór með manninn í annað herbergi - þar einnig var fullt af fólki nema þar réð hamingjan ríkjum og fólkið var vel nært. Í miðju herbergisins var pottur sem kraumaði á eldi og fólkið með jafn stóra skeiðar og í hinu herberginu. Maðurinn spurði hvort þetta væri himnaríki en þetta væri alveg nákvæmlega eins og í hinu herberginu.
Engillinn sagði honum þá að fylgjast með fólkinu.
Í stað þess að fólkið reyndi að koma skeiðunum upp í sig sjálft þá mataði það hvert annað - þannig að allir fengu næringu. Þarna var enginn að hugsa eingöngu um sjálfan sig heldur var hjálpast að...
Fannst þetta flott saga og eiga vel við - sérstaklega í því þjóðfélagi sem við búum við í dag þar sem allir eru að reyna að maka sinn krók (skeið) nógu vel.
Eða hvað? Hvað finnst þér?
getur þú svarað?
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Koma svo..
Jæja fólk - trúi ekki að sé bara einn sem er komin með hugmynd um hvert ég á að fara .... getur engin komið með hugmynd?
Góða fólk - koma svo. Ég þarfnast smá hjálpar hér. Sá sem kemur með góðar hugmyndir og til landsins sem ég enda þá á eða fer til eftir Nýja Sjálands fær póstkort frá mér þegar ég kem til þess lands...... ekki spennandi!! ;)
koma svo...
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Aðstoð
Jæja kæru lesendur nú leita ég til ykkar til þess að fá smá aðstoð í sambandi við ferðina mína.
Málið er að ég var að tala við British airways í sambandi við miðan sem ég hef áhuga á. Málið er að með honum þarf ég að fara til minnst þriggja heimsálfa og hef bara 2 heimsálfur.
Löndin sem ég hef áhuga á að fara er Kína, Malasía, Ástralía og Nýja Sjáland í þessu roundi. Var að vonast til þess að hægt væri að fara til Evrópu en þá telst það sem að ég er að fara tilbaka en ég verð semsagt að halda mig við eina átt. Gæti byrjað á Evrópu á undan en bara langar ekki að vera þar í janúar í kulda :)
Þannig að eftir Nýja Sjáland þá er Ameríka - semsagt Suður Ameríka eða Norður Ameríka. Ef til Norður Ameríku þá kemur t.d. New York til greina en málið er að mig langar ekki mikið þangað ein. En það sem ég þarf aðstoðar með er þetta - hvert á ég að fara eftir Nýja Sjáland?
Viljið þið koma með hugmynd og segja hvers vegna ég ætti að fara á þann stað :) - allar uppástungur vel þegnar.
Þarf líka að ákveða mig sem fyrst því pundið er ansi hagstætt þessa dagana :)
koma svo
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Tveir mánuðir
Aðeins 2 mánuðir eftir af vinnu og sennilegast um tveir mánuðir eftir á Íslandi. Er núna farin að hafa mestar áhyggjur að tíminn sem ég ætla mér í ferðalagið dugi ekki. Sé of stuttur enda líka um nokkur lönd að ræða.
Fékk góðar fréttir í dag og er mjög ánægð yfir því - kannski fríðindi vegna veikindalausra daga (ekki að það hafi verið sagt) eða samviskubætur hahaha. Allavega ekki hægt að segja annað en kemur sér einstaklega vel.
hey öll komment vel þegin - um allt og ekkert.
kommenta kommenta